7 leiðir til að klæðast síðum peysum – Myndir

Síðar og kósí peysur er algjört möst í fataskápinn hérlendis. Hinsvegar getur verið snúið að klæðast þeim og líta ekki út eins og róni. Hér eru nokkrar hugmyndir.

 

1. Ein besta hugmyndin er að para síðar peysur við stuttbuxur. Það er alltaf gaman að leika sér með andstæður! Einlitur bolur, stuttbuxur og peysa. Smelltu svo flottri tösku við og þú ert komin með lúkk sem gengur nánast hvenær sem er. Nema kannski í hífandi roki og 15 stiga frosti.

sp

2. Hér höfum við aftur mismundandi síddir til að leika með. Gróf peysa, sætur bolur og stutt pils. Mynstraðar sokkabuxur við og málið er dautt!sp2

3. Síður kjóll og síð peysa. Þessi blanda fer hávöxnum konum sérstaklega vel. Fyrir þær lægri mætti mæla með hælaskóm við. Sítt hálsmen er svo punkturinn yfir i-ið.

sp3

4. Við kjóla eða pils í hnésídd. Sérstaklega huggulegt við stígvél að auki.

sp4

6. Við samfestinga. Eru samfestingar ekki ennþá annars málið? Æ, þeir eru allavega hrikalega þægileg lausn! Heilgalli sem maður má vera í á meðal fólks? Hvað getur klikkað? Bættu góðri peysu við og fylgihlutum og þá fer enginn að spá hvort þú sért í leikskólagalla.

sp5

7. Við leggings eða þröngar buxur. Ókei, við vitum alveg að leggings eru ekki buxur en þær sleppa ef maður er ekki með rassinn hangandi úti. Góð peysa, t.d. heil (ekki hneppt) og þykkar leggings (ekki þessar gegnsæju… í guðanna bænum… ). Maður kemst ansi langt á þannig lúkki.

sp6

8. Sem kjól. Og þá aðeins þegar peysan er heil. Það getur verið sniðugt að smella belti yfir til þess að forðast ruslapokatilfinninguna.

Síðar peysur eru hreinlega bara nauðsynlegur fasti í fataskápinn!

SHARE