7 sætar leiðir til að hrósa honum… án þess að hljóma „creepy“

Photo by stockimages

Ef þú vilt reyna að auka samskiptin við sæta strákinn í vinnunni er gott að reyna að finna eitthvað til að hrósa honum fyrir. Það getur vissulega verið taugatrekkjandi en það skánar til muna ef þú veist hvað þú átt að segja! Hér eru nokkrar ágætar hugmyndir.

 1. Útlitslegar breytingar

Ef þið hafið ekki átt í djúpum samræðum um hár og hárgreiðslur skaltu forðast það að tala um hárið á honum ef hann hefur ekki breytt því frá því þið hittust fyrst. Það hljómar stórfurðulega að hrósa einhverju sem hefur alltaf verið eins. Geymdu hrósið þangað til hann breytir einhverju. Vonandi er breytingin til batnaðar og þá býst hann við hrósi!

 2. Hljómsveitir eða bækur

Ef hann er í hljómsveitarbol eða heldur á góðri bók, getur verið mjög einfalt að hrósa honum fyrir góðan smekk. Það sýnir að þið eigið eitthvað sameiginlegt og þið getið í framhaldinu átt samræður um efnið. Forðastu samt að hrósa einhverju sem þú veist ekkert um. Það er verra að festast í einhverri lygi um efni sem þú þekkir ekkert til.

3. Forðastu hrós upp úr þurru

Furðuleg hrós eru á jaðri þess að vera óþægileg. Ekki fara til hans og hrósa húmornum hans upp úr þurru. Ef hann segir eitthvað fyndið, þá má hrósa. Ekki hrósa honum fyrir íþróttamannslega hæfileikana þegar hann er móður eftir stigann.… Ef þú hrósar í samhengi þá sleppurðu við að hljóma eins og undarlegur eltihrellir.

 4. Eftirfylgni

Ekki fara hjá þér og hverfa eftir hrósið. Bíddu eftir viðbrögðum og sjáðu hvort þið komið ekki bara á samræðum í kjölfarið. Þú lítur undarlega út ef þú hrósar honum en verður svo það bæld, að þú getur ekki horfst í augu við hann! Haltu kúlinu aðeins lengur – það gæti orðið að einhverju meira.

 5. Í einrúmi

Besti tíminn til að hrósa er í einrúmi. Fólk vill oft missa fókus ef margir eru í kringum mann og þá gæti hrósið farið fyrir ofan garð og neðan.

6. Haltu þig við útlitið

Það hljómar kannski hrikalega yfirborðskennt, en til að byrja með er ekki mjög gáfulegt að segja skotinu þínu að hann sé stórkostleg manneskja, gáfuð og innileg. Hvernig í ósköpunum veistu það? Haltu þig við eitthvað tengt útlitinu til að byrja með.

7. Eitt í einu

Þegar þú ert skotin eru mýmargir hlutir sem heilla þig. Þú getur aftur á móti ekki drekkt honum úr hrósi. Haltu þig við eitt í einu. Þú átt annars á hættu að hljóma eins og þráhygginn eltihrellir.

 

Það elska allir að láta hrósa sér og ekki vera feimin við að hrósa! Hvað er fallegasta hrós sem þú hefur fengið?

 

SHARE