Langar þig stundum til að mæta í veislu og hreinlega bera af, eða langar þig frekar að láta lítið fyrir þér fara? Ekki vera hrædd við að láta ljós þitt skína og prófa nýja hluti. Stígðu út fyrir þægindarammann og klæddu þig upp í stíl við sjálfa þig, án þess að velta fyrir þér í hverju aðrir eru.

Sjá einnig: Undirfatatíska: Svona velur þú réttu stærðina og sniðið

9187566_orig

Sjá einnig: Saga sundfatatískunnar er alveg æðisleg!

1. Einfalt og laust

Ein af einföldustu leiðunum til að láta taka eftir þig er að láta fötin þín stinga í stúf svolítið. Þú getur til dæmis blandað saman þröngu og víðu. Þröngar buxur, við extra víðan topp, kjól eða jakka, það er alltaf smart.

2. Notaðu sérstök efni, en ekki í óhófi

Bómull er ekki eina efnið á markaðnum, þó að margir virðast halda það. Prófaðu að nota sérstök efni, vekja áhuga hjá áhorfandanum, en passaðu þig á því að fara ekki alla leið og klæðast efninu frá toppi til táar. Þú getur til dæmis prófað að nota mjög gróf efni með mjög fíngerðu efni, svosem prjónaða flík með satín efni.

3. Veldu litina vel

Litir eru stór hluti af tískunni. Það eru til reglur um liti, eins og hvernig þú átt að nota þá á réttan hátt, en þú veist hvað þau segja – Reglur eru gerðar til að brjóta þær. Flestir vilja vera á örugga svæðinu og nota hlutlausa liti, svo sem svartan, hvítan, gráan og aðra jarðarliti, en það er alltaf gott að eiga einhverjar flíkur sem eru í áberandi lit. Stígðu út fyrir þægindarammann og toppaðu útlitið með smá litasprengju.

4. Leiktu þér með hlutföllin

Gott tískuvit felur í sér að hafa tilfinningu fyrir hlutföllunum, en góð tíska ýtir aðeins á hlutföllin. Rétt hlutföll eru örugg, en of rétt hlutföll geta verið leiðinleg. Þú getur leikið þér með hlutföllin með því að  vera í pilsi sem sýnir meira af öðrum fætinum, sýnt meira af annarri öxlinni í toppnum sem þú ert í, eða vera með meira skart á annarri hendinni og lítið á hinni. Smá ójafnvægi vekur athygli.

5. Notaðu fylgihluti gáfulega

Fylgihlutir geta orðið til þess að þú standir upp úr fjöldanum. Galdurinn er að hafa fylgihluti þína áhugaverða, án þess að hafa þá of áberandi. Ef þú ert með áberandi eyrnalokka, gengur það ekki upp að vera með eins áberandi hálsmen og öfugt. Ef þú ert með veski í lit, er ekki sniðugt að vera með t.d. belti, armband, naglalakk, hálsmen og eyrnalokka í stíl. Leyfðu hverjum hlut að njóta sín.

Sjá einnig: 100 ár af tísku kvenna og karla

6. Áhugaverð mynstur

Mynstur geta verið áhugaverð, þau blanda saman litum og hlutföllum á sama tíma. Það getur verið skemmtilegt að velja sér óvenjulegt mynstur, sem vekur athygli, en þá erum við ekki að tala um áberandi blómamynstur, heldur eitthvað mun óvanalegra, svo sem geometrísk mynstur með sterkum litum og andstæðum.

7. Að klæðast einhverju úr annarri menningu

Ef þú vilt virkilega standa upp úr, prófaðu þá að vera í einhverju sem fjöldinn er ekki vanur að sjá. Að klæðast einhverju í stíl við aðra menningu, getur sýnt öðrum að þú hafir víðsýnt tískuvit. Þú þarft ekki að fara alla leið og klæðast stílnum frá toppi til táar, en gott er að sýna að þú hafir fengið innblástur frá framandi stað.

Prófaðu þig áfram! Oft er það þannig að þeir sem ekki þora, velja sér föt og fylgihluti sem eru alveg örggir og vekja þar með enga athygli. Ef þú vilt bera af, verður þú að vera óhrædd og prófa eitthvað örðuvísi.

Heimildir: Lifehack.com

SHARE