8 ára stúlka seld og látin giftast gömlum manni – Hún lifði ekki af brúðkaupsnóttina

Íslömsk barnabrúður 

 

Ábyrgðarmaður þessarar hræðilegu sögu frá Afganistan er Mustafa Kazemi sem er indverskur stríðsfréttaritari fyrir AFP og hefur starfað í Afganistan frá 2010. Þetta er skelfileg saga og giftingar af þessu tagi eru algengar, ekki aðeins  í Afganistan heldur fer þeim fjölgandi í Evrópu.  

Fékk ekki að eiga níunda afmælisdag sinn

Stúlkan sem hér verður sagt frá og var 8 ára gömul lifði ekki aðra nótt hjónabandsins og hún fékk ekki heldur að eiga níunda eða tíunda  afmælisdaginn sinn. 

Við vitum ekki hvað hún hét, heimildarmaður  hringdi í Mustafa, fréttaritarann og sagði honum sögu hennar. Mustafa segir í greininni “Ég hélt fyrst að þetta yrði bara stutt frétt en annað kom í ljós.”   

Atburðurinn gerðist í þorpi í Khashrood í Nimruz  héraði í Afganistan.

Læknir (sem óskar nafnleyndar) við aðalsjúkrahúsið í Zaranj sem er höfuðborg héraðsins staðfesti að hann hefði frétt af þessu atviki og það væri of seint að gera nokkuð fyrir barnið. Auk þess hefði  fólk í borginni ekki leyfi til að skipa  sér af málum í fjarlægum héruðum.Faðir hennar afhenti hana og fékk pening að launum.

Stúlkan var ein af mörgum dætrum manns eins á þrítugsaldri. Hann afhenti dóttur sína manni í þorpinu fyrir dágóða fjárupphæð. Það er algengt víða í Afganistan að gifta ungar stúlkur gömlum mönnum og láta þær upp í skuldir eða fá fyrir þær einhverja  hluti. 

Þessi maður er á sextugsaldri og aðalmaðurinn í moskunni. Hann er kvæntur og á líka mörg börn. Þegar á að halda brúðkaup hittast ættingjar verðandi brúðhjóna yfirleitt, samið er um heimanmund og dagurinn ákveðinn.  En úti um sveitir, þar sem saga þessi gerðist er ekki staðið svona að málum. Þar er engin trúlofun eða hátíð á undan brúðkaupinu eins og yfirleitt er í borgum og stærri þorpum. 

Fjölskyldurnar tvær undirbjuggu brúðkaupsveislu og trúarlega athöfn til þess að allt væri eftir reglunum og 8 ára gömul stúlkan varð eiginkona mannsins.

8 ára og neydd til samfara – nauðgað.

Veislan tók enda og sólin var að setjast- kominn tími til að hafa kynmök við 8 ára brúði sína sem er eitthvað sem við myndum kalla nauðgun.

Hún var bara 8 ára gömul og fólk skilur að hún vissi ekkert um kynlíf eða hjúskap eða samfarnir eða annað sem tengdist kynlífi. Hún var bara barn og meira að segja táningar á þessum slóðum eru óupplýstir um öll þessi mál. 

Henni fór að fossblæða en maðurinn var mjög ergilegur að geta ekki haft almennileg kynmök við hana og skipti sér ekkert af því þó að fossblæddi úr sárunum sem hann hafði veitt henni.  

Hann tróð slæðunni sem hún var með upp í munninn á henni þar sem hún lá grátandi til þess að gestirnir í næsta herbergi og úti við heyrðu ekki í henni. 

Áfram blæddi og stúlkan fékk enga hjálp. Maðurinn gat ekki heldur beðið um hjálp því að þetta var frekar vandræðalegt fyrir hann að hans sögn. Hún fékk lost af blóðmissi og við sólarupprás næsta dag dó hún.    

Náinn vinur mannsins sagði heimildarmanni Mustafa frá atburðunum eins og þeir gerðust. 

Maðurinn hafði sagt honum nákvæmlega frá þessu, daginn sem stúlkna var grafin. Hann sagðist vera með dálítið samviskubit.

Eftir þessa frásögn er maður sleginn. Þetta vitum við að viðgengst í þessum löndum og við fylgjumst með úr fjarlægð. Ofbeldið gegn konum er ólýsanlegt í landi eins og Afghanistan og fleiri löndum og í mörgum tilfellum eru þær einungis börn. Maður vill ekki gera lítið úr kvenréttindabaráttu okkar hér á Íslandi en við getum þó sagt að við höfum náð ansi langt. Það er árið 2013 en samt eru atvik sem þessi enn að eiga sér stað víða í heiminum. Gleymum ekki að þó við höfum það ágætt er fólk þarna úti sem hefur það ekki gott. Litlar stelpur eiga ekki að giftast og foreldrar eiga ekki að selja stúlkubörn sín. Að það viðgangist er ekki í lagi. Sem betur fer eru  þessi mál að komast á yfirborðið og því meira sem rætt er um þau því líklegra er að einhver leggi sig fram við að gera eitthvað í málunum, það mun líklega verða afar langt þangað til við fáum að heyra að ofbeldi gegn konum og stúlkum í þessum löndum hafi minnkað. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta er raunveruleikinn hjá mörgum barnungum stúlkum og konum.

ATH: Sagan eins og hún birtist beint frá fréttaritaranum var með mun ítarlegri lýsingum og því reyndum við að lýsa þessu eins og við gátum án þess að vera með nákvæmar lýsingar þar sem þær voru einfaldlega of hræðilegar. Það er hins vegar hægt að nálgast upprunalegu frásögn fréttaritarans hér. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here