Getty
Getty

Hættu þeim núna til að bjarga húðinni.

Hrukkur er partur af því að eldast og einnig lífsstíl. Þó við vitum að von er á þeim þegar við eldumst að þá hefur sumt af því sem að við reynum að gera, ekkert að gera með það að eldast. Þín fegurðarrútína og venjur geta einnig orsakað hrukkur.

Það eru slæmir ávanar sem að hafa áhrif á húðina og hvernig hún eldist, lestu vandlega svo þú getir hætt þeim eins og skot.

Reykingar

Reykingar eru algengustu orsakir þess að þú færð hrukkur. “Gerðar hafa verið rannsóknir á tvíburum þar sem annar reykti en hinn ekki og munurinn á húðinni var ótrúlegur” segir Joel Schlessinger M.D en hann er húðsérfræðingur og lýtalæknir, einnig er hann stofnandi LovelySkin.com. “Þannig að, hættu að reykja og losaðu þig við hrukkurnar”.

Mataræðið

Ef þú vilt halda húðinni heilbrigðri og unglegri að þá á alveg við hérna setningin , “þú ert það sem þú borðar”. Of mikill sykur hefur ekki bara áhrif á þyngd, hann gerir þig ellilegri líka. “Í gegnum eyðileggjandi ferli sem kallast glycation, hengja sykur molecules sig á próteinið í húðinni (líka kollagen), sem orsakar það að húðin verður stíf og gölluð” segir Roshini Rajapaksa M.D. “Þetta verður til þess að húðin missir teygjanleikann”. Sykur og önnur einföld kolvetni orsaka bólgur í líkamanum sem að svo hækkar insúlínið alveg í botn og í kjölfarið fer húðin að síga og verður hrukkótt”. Þannig að, taktu allan sykur úr mataræðinu og húðin mun þakka þér.

Áfengi

Allt áfengi þurrkar húðina, útskýrir James C.Marotta M.D en hann er lýtalæknir og sérhæfir sig í lýtalækingum á andliti. Þetta þýðir að húðin lítur út fyrir að vera bólgin og mygluð á morgnana eftir drykkju. Með tímanum mun svo húðin missa teygjanleikann og hrukkur fara að myndast vegna þess að hana vantar allan raka. “Að auki hefur áfengi afar neikvæð áhrif á A-vítamín birgðir líkamans en A-vítamín er afar mikilvægt andoxunarefni fyrir húðina og líkamann og það skiptir öllu máli fyrir endurnýjun á frumum. A-vítamín er einnig mikilvægt fyrir framleiðslu á kollageni. Þegar kollagen í húðinni minnkar, þá missir húðin teygjanleikann” segir Marotta. Kollagen og teygjanleikinn halda húðinni stinnri og unglegri.

Tyggjó

“Að tyggja tyggigúmmi er hrukkuvaldur en þær myndast aðalega fyrir neðan munninn” segir Schlessinger. Að auki þá orsakar það önnur vandamál varðandi byggingu munnsins. Þetta er nú einfaldur ávandi að hætta og til að sleppa við hrukkur við munn, hættu þá með tyggjó.

Að sofa með farða

Þegar þú sefur með farða þá ertu að biðja um hrukkur. Farði og umhverfismengun sem að þú verður fyrir yfir daginn, fara í svitaholurnar og brjóta niður kollagen og elastin. Þú færð fyrr fínar línur í andlitið og svo hrukkur. Ávallt hreinsa farða af andlitinu áður en farið er að sofa og bera á sig gott rakakrem.

Ekki kreista

Hættu að kroppa og kreista bólur, leyfðu þeim að klára sig sjálfar eða notaðu náttúruleg efni til að eyða þeim. Í hvert sinn sem að þú kroppar eða kreistir eða togar í húðina að þá ertu að skemma hana. Þú getur endað með ör og já, hrukkur.

Að sleppa sólarvörn

Aldrei að sleppa sólarvörn ef á að fara út. Þó það sé ekki mikil sól að þá getur hún samt skaðað húðina. Mælt er með að nota SPF 30 á andlitið, alltaf.

Svefn

Ef þú sefur á andlitinu þá færðu svefnhrukkur af koddanum þínum. Best er að sofa á silki koddaveri því það er sleipt og krumpast ekki undir kinnum. Eins er afar gott að sofa á bakinu.

 Þýðing: Anna Birgis – Heilsutorg
Heimildir: womenshealthmag.com
heilsutorg
SHARE