9 fáránlega þreyttar afsakanir fyrir sambandsslitum

Það eru nokkrar skýringar sem eru títt notaðar þegar fólk er að hætta saman. Sumar eru svo lélegar að það er eiginlega bara óþægilegt og báðir aðilar vita væntanlega að þetta er ekki alveg 100% hreinskilni. Þessar setningar eru væntanlega notaðar til þess að gera þetta allt saman auðveldara en það er jú aldrei skemmtilegt að segja einhverjum upp né að vera sagt upp.

Við fundum þessar skemmtilegu lýsingar á nokkrum setningum sem eru oft notaðar þegar fólk er að hætta saman og hvernig tvenns konar týpur af fólki myndu túlka þær, bjartsýnis- og raunsæismanneskja.

1. „Þetta er ekki þú, þetta er ég.“

Bjartsýnismanneskjan: Þú ert ekki vandamálið, þú ert fullkomin/n. Það er ég og öll mín vandamál sem valda því að þetta er ekki að ganga.

Raunsæismanneskjan: Þetta er algjörlega, eingöngu og 100% þú.

 

 

2. „Ég þarf bara smá tíma“

Bjartsýnismanneskjan: Ég þarf bara að fá smá ráðrúm og endurhugsa samband okkar

Raunsæismanneskjan: Ég þarf að komast langt langt í burtu frá þér.

 

 Sjá einnig: 20 vísbendingar um að þú hafir fundið réttu ástina

3. „Við erum of lík.“

Bjartsýnismanneskjan: Ég þarf bara að fá smá ráðrúm og endurhugsa samband okkar

Raunsæismanneskjan: Ég þarf að komast langt langt í burtu frá þér.

 

4. „Mér finnst að við ættum að hitta annað fólk.“

Bjartsýnismanneskjan: Þetta gekk ekki upp og það er leiðinlegt. Ég sé alveg fyrir mér að við getum fundið aðra aðila sem við getum verið hamingjusöm með. 

Raunsæismanneskjan: Ég er nú þegar farin/n að spá í öðrum aðila og mér finnst að þú eigir að gera það líka.

 

  Sjá einnig: 23 kjánalegar ástæður fyrir sambandsslitum

 

5. „Ég væri til í að við værum bara vinir.“ 

Bjartsýnismanneskjan: Mig langar ekki að fórna vináttu okkar fyrir samband.

Raunsæismanneskjan: Mig langar ekki að rífa þig úr fötunum. Í rauninni vil ég bara að þú sért í fötunum.

 

6. „Ég er ekki tilbúin í samband“

Bjartsýnismanneskjan: Þú ert frábær manneskja en á þessum tíma í lífi mínu er ég ekki tilbúin/n í samband – kannski eftir einhvern tíma.

Raunsæismanneskjan: Það að ímynda mér framtíðina með þér, hræðir mig.

 

Sjá einnig: Hver er aðal ástæðan fyrir sambandsslitum? 

7. „Ég þarf að einbeita mér að vinnunni minni.“ 

Bjartsýnismanneskjan: Þú ert svo stórkostleg manneskja og það getur truflað mig og ég óttast það að missa allt ef ég held áfram að vera með þér.

Raunsæismanneskjan: Ég er hrifin af samstarfsfélaga mínum.

8. „Þú átt betra skilið.“ 

Bjartsýnismanneskjan: Þú ert svo frábær manneskja og sá/sú sem mun ganga að eiga þig er heppin. Mér líður eins og ég sé ekki samboðin/n þér og finnst það óþægilegt.

Raunsæismanneskjan: Ég er að reyna að hafna þér varfærnislega svo þú bilist ekki á mig. 

 

Sjá einnig: 10 algengustu ástæður fyrir sambandsslitum 

9. „Mér finnst við vera að fara of hratt í sakirnar.“

Bjartsýnismanneskjan: Förum aðeins hægar í sakirnar og njótum þess.

Raunsæismanneskjan: Þú ert að ofsækja mig. Í alvöru, þú þarft ekki að spyrja mig hvað ég er að gera, þú veist það nú þegar.

Heimildir: Never liked it anyway

 

SHARE