Það er hægt að gera svo margt til að breyta til í kynlífinu og það þarf ekki að vera meira en að stunda kynlíf annarsstaðar en í svefnherberginu.

Ef ykkur langar að vera svolítið óþekk þá ættuð þið að lesa þessa grein

1. Eldhúsið getur verið spennandi

Láttu hann sitja á stól nálægt eldhúsbekknum. Snúðu bakinu að honum og notaðu eldhúsbekkinn til þess að halda jafnvægi og vertu ofan á. Ef þú vilt taka þetta aðeins lengra, notaðu þá plastfilmu til að vefja utan um hann og festa hann þannig við stólinn. Hann mun elska það!

2. Gólfið

Kynlíf á gólfinu er æði af því það er frumstætt. Komdu manninum þínum niður á jörðina, bókstaflega. Ef þú vilt taka þetta aðeins lengra skaltu ná í límbandsrúllu, já eða handjárnin og festa manninn þinn við fætur á borði meðan þið athafnið ykkur á gólfinu.

3. Úti á palli

Ef þú býrð svo vel að búa í íbúð eða húsi með palli þá skaltu endilega fá þér einhver góð húsgögn þangað út, helst sólbekk eða sófa. Það getur verið skemmtilegt að taka einn stuttan þar úti á síðsumarkvöldi.

4. Borðstofan

Borðstofuborðið er kjörið til þess að stunda kynlíf á því. Ef þú leggst upp á borðið með rassinn á brún borðsins og lætur hann standa við borðið og svo krækirðu fótunum utan um hann. Ef borðið er staðsett nálægt vegg er fínt að færa borðið aðeins nær veggnum og geta stutt fótunum í vegginn.

 

5. Baðkarið

Sitjið á móti hvort öðru í baðinu. Farðu með læri þín yfir hans og færðu þig eins nálægt honum og þú getur og stýrðu limnum á réttan stað. Þú getur svo notað baðbrúnina til að hjálpa þér að hreyfa mjaðmirnar.

6. Stofan

Sestu á arminn á sófanum og dragðu manninn að þér. Haltu svo í hendurnar á honum og láttu þig síga aftur og þá þrýstast mjaðmirnar vel upp og það gefur þér aukna ánægju og hann fær flott sjónarhorn á sama tíma.

7. Tröppurnar

Farðu á hnén í tröppunum og hvíldu hendurnar nokkrum þrepum ofar. Hann kemur svo fyrir neðan þig, svona einu til tveimur þrepum neðar, og þar getur hann haldið um mjaðmir þínar og stýrt hraðanum.

8. Þvottahúsið

Sestu ofan á þvottavélina eða þurrkarann og hafðu tækin helst í gangi. Láttu hann standa fyrir framan þig, hann gæti þurft að standa ofan á einhverju til að vera í réttri hæð. Láttu fæturnar hvíla á bringunni hans og öxlum og leggðu bakið aftur. Niðurinn í vélunum mun gefa ykkur báðum auka örvun.

9. Glugginn

Ef þú hefur einhverja niðurbælda sýniþörf er gott að fá útrás fyrir hana með því að stunda kynlíf með dregið fyrir og ljós í herberginu. Þú veist ekki hversu mikið sést í gegnum gluggatjöldin en það er bara partur af spennunni.

 

Heimildir: Cosmopolitan

SHARE