Maður einn í Tennessee, Orlano Shaw, sem á 22 börn með 14 konum hefur nú verið kærður fyrir meðlagsskuldir.
Í viðtali sem tekið var við manninn, segir hann að sér þyki mjög vænt um öll börnin sín og honum finnist hann vera mjög góður faðir en hann hafi bara ekki ráð á að borga meðlag með börnunum.
Fréttamaðurinn sem tók viðtalið sagði að það hafi verið eins og maðurinn, sem er 33 ára hafi ekki verið alveg viss um fjölda barnanna. Það var ekki að heyra á honum að hann teldi sig þurfa að biðjast afsökunar á neinu og þaðan af síður taldi hann að hann þyrfti að reyna að laga fjármálin hjá sér.
“Ég var ungur og hress og ég elska konur,” sagði Orlando í viðtalinu. “Það er ekki hægt aða refsa manni fyrir að elska konur.”
Konurnar sem Oliver á börnin með eru þó á annari skoðun og hafa stefnt honum fyrir ógreiddar meðlagsskuldir sem nema tugum þúsunda dollara. Hann segir að það sé erfitt fyrir sig að fá almennilega vinnu vegna afbrotaferils síns. Ef hann getur ekki borgað fer hann sennilega aftur í fangelsi.
Þó að þetta mál sé í raun grafalvarlegt hafa ýmsir fjömiðlar fjallað um það út frá öðrum og léttari sjónarhóli. Á einni sjónvarpsstöð var t.d. bent á að Oliver Shaw hafi búið til nóg af börnum í tvö fótboltalið. Þau séu allt frá ungabörnum upp í 18 ára. ( Ef það er rétt eignaðist hann fyrsta barnið þegar hann var 15 ára.)
Aðrir fjölluðu um þetta á annan hátt.
“Réttara hefði verið hjá honum að segja: „Ég elska konur en set mér bara engin mörk“.
Hér má sjá vitðal við manninn:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”vGCRahSTEiQ”]
Það er gott fyrir alla að hafa í huga að þessi örstuttu sæluaugnablik geta kostað mann meiri háttar vandræði og vesöld alla ævina.