A Landslið kvenna í fótbolta. Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Skotum.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní.  Hópinn skipa 23 leikmenn og er einn leikmaður í hópnum sem ekki hefur leikið A-landsleik áður, Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni EM, sem hefst í Svíþjóð 10. júlí, og hér er um að ræða síðasta heimaleik stelpnanna fyrir stóru átökin í sumar.

Ísland og Skotland hafa mæst sjö sinnum áður í A-landsleik kvenna og hafa Íslendingar unnið fjórum sinnum, tvisvar hefur orðið jafntefli og í eitt skipti hefur sigurinn verið skoskur.  Fyrsti kvennalandsleikur Íslands var einmitt gegn Skotum árið 1981 og höfðu þær skosku þá 3 – 2 sigur.

Það er mikilvægt fyrir stelpurnar að finna góðan stuðning frá landsmönnum og senda þær með gott veganesti til Svíþjóðar.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi, leikurinn hefst kl. 16:45 en þetta verður síðasti heimaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Hér má svo sjá hópinn:

leikmenn A lið

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here