photo by winnond
photo by winnond

Ný rannsókn staðfestir að það að drekka mikið vatn, er ekki grennandi. Hins vegar er vatnsdrykkja holl og góð fyrir líkamann. Að sögn Dr. Beth Kitchin, eins af aðstandendum rannsóknarinnar, sýna niðurstöður að fólk sem drekkur mikið vatn, brennir aðeins örfáum hitaeiningum fleiri en fólk sem drekkur ekki mikið vatn. Munurinn þarna á milli er sáralítill, ef einhver. Rannsóknin var gerð í háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum.

Vatn er hollt segir Dr. Kitchin, en segir jafnframt að fyrir líkamann þá skipti það mestu máli að fá vökva. Í raun sé það ekkert sem segir að vökvinn þurfi að vera vatn. Mýtan um að það að drekka 8 vatnsglös á dag til að grennast, sé því ekki rétt.

Dr. Kitchin segir að til að grenna sig þurfi fólk fyrst og fremst að horfa í hitaeiningarnar sem það borðar og hitaeiningar sem það brennur. Þar af hafi matarræðið mestu áhrifin. Í því samhengi sé vatn hollari vökvi en margt annað, en misskilningurinn felist oft í því að það að drekka vatn, sé grennandi eitt og sér.

Heimild: Science World Report.

ht_logo_big1

SHARE