Að láta börnin gráta sig í svefn með svefnþjálfun – Slæm meðferð?

Ég er ekki hrifin af  því að börn séu látin gráta án þess að þeim sé sinnt og hef alltaf gætt að barninu ef það fer að gráta á nóttunni.  Mér hugnast hreint ekki að láta barnið gráta þar til það gefst upp og fer að sofa. En ef þér hefur tekist að þjálfa barnið þitt með þessari aðferð ætla ég alls ekki að segja að þú farir illa með barnið þitt.  Við skulum bara koma okkur saman um að vera ekki sammála. Mig langar að segja svolítið frá nýlegri rannsókn á svefnvenjum barna.  Það getur vel verið að það hristi illa upp í einhverju ykkar, þið vel upplýstu foreldrar, en nýjustu rannsóknir á svefnvenjum ungabarna sýna að það liggur í erfðum barna hvort þau sofa róleg alla nóttina eða ekki. Þess vegna mætti álykta að svefnþjálfun sé í raun og veru vond meðferð á börnunum.

Jacques Montplaisir, barnalæknir á Sacré-Coeur spítalanum í Montreal, rannsakaði 995 sett af tvíburum (405 eineggja) 6 mánaða að aldri til tveggja ára aldurs. Hún komst að því að genin spiluðu stærsta þáttin í því hvernig börn sofa. Gen höfðu áhrif á 47% barnanna þegar þau voru 6 mánaða og sváfu yfir nóttina. 58% af 30 mánaða gömlum börnum og 54% af börnunum sem voru tveggja ára. Þeir sem gerðu rannsóknina minntu fólk einnig á að það er bara mýta að börn sofi alla nóttina – Þau börn sem sváfu mest yfir nóttina vöknuðu eða rumskuðu að meðaltali þrisvar yfir nóttina, munurinn á þeim var bara sá að þau voru róleg og héldu svo áfram að sofa, sjálf.

Þessi nýlega rannsókn á svefnþjálfun leiddi semsagt í ljós að það sé ákveðið í genum barna hvort þau sofa róleg alla nóttina eða ekki og þar með eru hugmyndir um svefnþjálfun orðnar lítils virði.(Heimild hér ) Börnin koma til okkar „prógrameruð“ hvort þau sofa róleg eða ekki og hvort mamma og pabbi fá að sofa eða hvort þau verði hreinlega eins og svefngenglar!

Ég á tvíbura. Sonur minn er ótrúlegur! Hann fær sér miðdegislúr og fer glaður í svefninn á kvöldin, raular og hjalar og sofnar svo. En dóttir mín er hins vegar þeirra gerðar sem fær fólk til að reyna svefnþjálfun og láta barnið bara gráta þangað til það gefst upp og sofnar! Hún er gjörsamlega andstæðan við tvíburabróður sinn og bæði hafa þau verið í sama umhverfi frá fæðingu.  Ég er ekki kát yfir þeim genum sem hún erfði en sonur minn slapp við. Við getum ekki breytt erfðunum. Í ljósi þessarar vitneskju virðist manni svefnþjálfunin vera frekar grimmileg.

Rannsóknin leiddi líka í ljós að ýmsir umhvefisþættir hafa áhrif á hve lengi og vel barnið sefur. Það skiptir t.d. máli að barnið hafi kyrrð í kringum sig, herbergið sé rökkvað og barnið hafi sitt eigið rúm.

Svefninn er dásamlegur. Við fáum satt að segja aldrei nóg af honum og við verðum framlág ef við erum ósofin. Við sem erum með lítil börn skulum bara horfa til framtíðar þegar þau verða orðin unglingar og sofa til hádegis. Þá verða hins vegar miklu alvarlegri mál í gangi og borið saman við þau verður það hvernig ungbörn sofa smámál.

Hvað finnst þér um þetta?

Grein eftir Michele Zipp, útdráttur og þýðing, Hún.is
Heimild: thestir.cafemom.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here