„Að strokka smjörið“ fékk nýja meiningu í Gettu betur í gær

Lið Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund mættust í gær í spurningakeppninni Gettu betur. Það var Kvennaskólinn í Reykjavík sam hafði sigur úr býtum 26-14. Ein spurningin vakti vægast sagt sérstaka athygli eða réttara sagt svarið við henni sem kom úr smiðju MS. Þetta er svo dásamlega fyndið.