Að takast á við einelti

Það er eðlilegt fyrir börn að verða hrædd eða reið þegar önnur börn leggja þau í einelti. En ef þau sýna sjálfsöryggi og bregðast ekki um of við dregur að öllum líkindum úr  árásunum.

Börn ættu ekki að slást við þann sem leggur þau í einelti eða fara í orðahnippingar. Það gæti valdið enn verri árásum og slysum. Segðu barni þínu sem lendir í þessum aðstæðum að það skuli kalla á hjálp og reyna að ná í einhvern fullorðinn eða félaga sinn til að hálpa sér.

Einelti í eigin persónu eða á Netinu

Börn sem verða fyrir einelti á Netinu ættu ekki að svara. Rétt og best er að sýna fullorðinni manneskju skilaboðin og loka fyrir fleiri skilaboð frá sendanda. Brýnið fyrir börnum ykkar að opna aðeins skilaboð frá fólki sem þau kannast við eða þekkja.

Gefðu barni þín eftirfarandi ráð til að takast á við einelti þegar þau sjá gerandann.

  • Talaðu við gerandann ef þér finnst það öruggt. Horfðu beint framan í hann og segðu ákveðið en rólega: “Láttu mig í friði, ég er ekki hrædd(ur) við þig.”
  • Gakktu burtu  frá honum (henni eða þeim) sem standa fyrir eineltinu. Börn sem lögð eru í einelti mega alls ekki hlaupa burtu, jafnvel þó þau langi til þess. Þegar þolandinn flýr gefur það gerandanum aukið vald.
  • Segðu fullorðinni manneskju frá atvikinu. Það getur verið ágætt að barnið sé búið að ákveða hvern það ætlar að tala við ef atvik af þessu tagi koma fyrir. Það þarf að brýna fyrir öllum börnum að þeim beri að leita hjálpar fullorðinna ef þau verða vör við að verið sé að hrekkja eða meiða annað barn.

Börn geta verið hrædd við að „klaga“ aðra krakka. En eina leiðin til að stöðva þetta ofbeldi er að það fái ekki að þrífast í leyni. Barn getur beðið um að ekki sé sagt frá að það hafi „klagað“.

Ef barnið þitt er haft útundan

Það er ein tegund eineltis þegar börn eru ekki höfð með eða höfð útundan. Þetta þarf ekki að vera áberandi en það er sárt að fá ekki að vera með. Þessi tegund eineltis er kallað tilfinningalegt eða félagslegt einelti og einangrar þann sem fyrir því verður. Það er líka erfitt að fást við það því að sársaukinn er ekki líkamlegur og oft erfitt að útskýra hann fyrir fullorðnum.

Stelpur beita eineltinu oftast á þessu  sviði. Stákar nota bæði líkamlegu og tilfinningalegu aðferðirnar. Bæði kynin geta lent í hvorri aðferðinni sem er. Kjaftasögur og illt umtal er vel þekkt aðferð hjá stelpum.

Auðvitað eru engar pottþéttar lausnir til. En það gæti verið til góðs að reyna eitthvað af eftirfarandi aðferðum.

  • Áttaðu þig á hegðuninni . Þó maður reyni að láta eins og ekkert sé hverfur eineltið ekki. Hjálpaðu barninu þínu að takast á við það með því að tala um að þarna séu ákveðin frekar erfið mál á ferðinni og þú standir með honum (henni) að komast gegnum þetta. Barnið þitt þarf endilega að skilja að þetta er ekki honum (henni) að kenna.
  • Hlutverkaleikur. Æfið þið hvað eftir annað hvernig hægt er að bregðast við og svara særandi athugasemdum eða aðgerðum, æfið þið þar til svarið verður alveg eðlilegt. Hjálpaðu barninu þínu til að ímynda sér mismunandi aðstæður og hvernig hægt er að bregðast við.  Reynið að hlæja og skemmta ykkur í þessum hlutverkaleik! Æfið ykkur líka í að nota kímni og grín til þess að vera ákveðin(n). Þú gætir t.d. sagt- Æi, greyið! Þú ert búin(n) að horfa á alltof marga þætti í sjóvarpinu. Þú gætir líka bara sagt að þú hafir bara ekki áhuga á þessu og ganga svo rólega burtu! Sá sem stóð fyrir eineltinu getur alveg misst móðinn við þessi viðbrögð. Svona skapandi hugsun getur losað um  spennuna hjá barni þínu og veitt því þá tilfinningu að það ráði við stöðuna.
  • Hvettu barnið þitt til að finna sér áhugamál í öðru umhverfi . Þú þarft að hjálpa barninu þínu til hitta vini sem kunna að meta það. Hjálpaðu því að finna sér farveg þar sem því líður vel og það getur átt eðlileg samskipti.  Hjálpaður barninu þínu til að finna sér aðstæður og umhverfi þar sem eðlileg vinatengsl geta þróast.
  • Talaðu við forystufólkið í skólanum.  Ef eineltið á sér stað í vissum félagslegum aðstæðum eða skólastarfi (utan skólans) getur verið réttlætanlegt að barnið fari ekki á þessa staði. Það er ekki altaf best fyrir barnið að „þrauka bara“. Börnin þora ekki alltaf að segja foreldrum sínum að þau óski þess að þau geti hætt einhverju í skólanum. Spyrjið börnin ykkar hvort þau langi til að halda áfram. Ef eineltið fer fram í venjulegu skólaumhverfi er nauðsynlegt að vera í sambandi við kennarann og yfirmennina og reyna að sjá til þess eins og kostur er að vernda barnið fyrir gerandanum.
  • Forðastu hópa sem stunda einelti . Stundum er barni sem var haft útundan boðið að vera með í hópnum. Ræddu við barnið um hugarfarið sem þarna kemur fram. Spurðu barnið þitt hvernig sé að vera hafður útundan, hópurinn sé ekki að hætta að hafa önnur börn útundan þó að nú sé honum (henni) boðið að vera með. Ræddu við barnið þitt um sanna vináttu sem endist og endist- alla ævi!
  • Segðu barninu þínu að þú standir alltaf með því.   Þú getur ef til vill ekki leyst málin en þú getur hjálpað með því að láta barnið þitt vita að þú ert tilbúin(n) að hlusta og reyna að koma auga á nýjar aðferðir til að takast á við eineltið.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here