Þessi kokteill  er ótrúlega frískandi og góður. Tilvalinn að prófa um helgina með vinkonunum, nú eða makanum ef þig langar að gera þér dagamun. Hér er það sem þú þarft í drykkinn.

  • Ísmolar og mikið af þeim!
  • 6 cl. Vodka
  • 12 cl Trönuberjasafi
  • 2 cl Greipsafi (helst bleikur)
  • 2 lime sneiðar

Fylltu hátt glas með ísmolum, það er alltaf mikilvægt að hafa nóg af ísmolum í svona kokteil, þá helst drykkurinn kaldur lengur og bragðið verður betra. Helltu vodka og trönuberja og greipsafanum yfir ísmolana, kreistu lime sneiðarnar yfir drykkinn og hrærðu örlítið í honum. Þá er drykkurinn tilbúinn og um að gera að njóta! Þú getur svo auðvitað stækkað uppskriftina að vild, jafnvel má gera þetta í könnu en mikilvægt að halda sömu hlutföllum.

Njótið vel!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here