Ætla Miley og Liam að stinga af?

Miley Cyrus (23) og Liam Hemsworth (26) virðast hamingjusamari en nokkru sinni. Það kom því mörgum á óvart þegar þau aflýstu strandbrúðkaupinu sem þau ætluðu sér að halda í sumar. Það er þó engin ástæða til að örvænta því þau hafa bara breytt plönunum.

 

Sjá einnig: Miley Cyrus fékk sér óvenjulegt húðflúr

„Þau hafa bæði haft svo mikið að gera í vinnu að þau hafa setta brúðkaupsáform til hliðar. Það hefur samt verið brandari í smá tíma að þau muni bara stinga af og gifta sig í laumi í Mexíkó eða Las Vegas. Þau langar samt að gifta sig fyrir framan vini og fjölskyldu í Ástralíu en ætla aðeins að sjá til,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

Sjá einnig: Vill ekki að Miley daðri við manninn sinn

Eins og staðan er núna er ekki komin föst dagsetning en vandamálið er að fjölskyldur þeirra beggja eru að koma með álit sitt og uppástungur, hægri vinstri og það flækir málið enn frekar.

 

 

 

SHARE