Ætli Ed Sheeran sé lofaður?

Getgátur eru á lofti um það hvort söngfuglinn hafi jafnvel gengið leynilega í hjónaband. Ástæðan fyrir því er að það sást til hans með silfurhring á baugfingri sínum, en Ed sjálfur hefur aldrei verið mikið fyrir að tala opinskátt um ástarlíf sitt eða sambönd.

Sjá einnig: Ed Sheeran fer í frí með kærustunni

Stutt er síðan sögusagnirnar byrjuðu, þar sem sást til Ed og Cherry Seaborn kyssast í bakgrunninum á mynd af Taylor Swift, undir borða sem á stóð “HAPPY 1ST ED-IVER-CHERRY!” og gefur það til kynna að parið hafi verið að fagna árs sambandsafmæli sínu.

Ed Sheeran er einn af þeim fáu stjörnum sem kjósa að hafa ekki persónulega líf sitt fyrir allra augum og því er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvort að hann hafi í raun gengið í það heilaga. Við komumst eflaust að því þegar hann stígur aftur inn í sviðsljósið með nýju plötu sinni sem er í smíðum.

Sjá einnig:Ed Sheeran tekur sér frí frá tónlistinni

 

36A55B3100000578-3711288-image-a-31_1469645004972

36A5208C00000578-3711288-image-a-30_1469643545675

36A5208400000578-3711288-Ed_Sheeran_has_sparked_marriage_rumours_after_being_spotted_with-a-29_1469643537442

36A6595600000578-3711288-image-a-32_1469659844010

SHARE