Þar sem september er afmælismánuður Hún.is erum við í rosalegu gjafastuði. Nú ætlum við að gefa miða á myndina sem flest ungmenni á Íslands hafa beðið eftir en það er myndin This Is Us með hljómsveitinni One Direction.

Myndin var heimsforsýnd í Smárabíó í ágúst og ætlaði þá allt um koll að keyra í bíóinu og var greinilegt að strákabandið á marga aðdáendur hér á landi.

This is Us er ekki einungis tónleikamynd í 3-D, því hún er einnig mögnuð heimildarmynd um hljómsveitina enda fengu kvikmyndargerðarmennirnir svo til óheftan aðgang að meðlimum sveitarinnar og lífi þeirra.
Áhorfendur fá að njóta stórbrotinna upptaka af tónleikum ásamt því að saga sveitarinnar er rakin allt frá því að Simon Cowell spyrti saman þá Niall, Zayn, Liam, Harry og Louis í  X-Factor sjónvarpsþáttunum – þar sem þeir slógu í gegn.

Leikstjóri myndarinnar er enginn aukvisi; sjálfur Íslandsvinurinn og heimildarmyndagúrúinn Morgan Spurlock sem sló í gegn með Super Size Me.

Nú ætlum við að gefa miða á þessa frábæru mynd en hún verður frumsýnd á morgun. Við drögum út á mánudaginn og þá munu heppnir aðilar fá miða.

Svona ert þú með:

1. Skráðu þig á póstlista hun.is hér:

[cm_ajax_subscribe id=0]

2. Smelltu læk á Facebook síðu Hún.is hér:

3. Komment eða læk! 

SHARE