Við þurfum að borða grænmeti   Í grænmeti eru mörg mikilvæg næringarefni og trefjar. Talið er að grænmetið styrki ónæmiskerfi líkamans og hjálpi honum að standast ásókn ýmissa sjúkdóma eins og t.d. krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki. Hvaða grænmeti er talið einna öflugast í þessu tilliti? Lestu greinina alla!  

Tómatar

Þó að tómatar séu í raun ávextir eru þeir oftast notaðir sem grænmeti. Tómatar (og allar afurðir úr tómötum) eru mjög auðugir af andoxunarefninu lycopene og er talið að í þeim sé öflug vörn gegn myndun krabbameins. Og ekki nóg með það, þeir eru líka mjög auðugir af vítamínum og stuðla að því að blóðþrýstingur haldist eðlilegur.

 

Brokkólí

Fáar tegundir af grænmeti taka brokkóí fram um getuna til að berjast við sjúkdóma. Brokkólí er mjög auðugt af andoxunarefnum sem eru vörn við krabbameini í maga, lungum og endaþarmi. Það er einnig auðugt af C vítamíni og fleir góðum efnum sem styrkja ónæmiskerfið gegn kvefi og flensu.

 

 

 

Rósakál

Þessar litlu grænmetiskúlur eru mjög mikilvægar því að þær eru stútfullar af fólínsýru, B-vítamíni sem skiptir mjög miklu að barnshafandi konur fái nóg af þegar fóstrið er að vaxa. Í rósakáli er líka mikið af C og K -vítamínum ásamt trefjum og omega-3 fitusýrum.

Gulrætur

Þetta appelsínugula undur er hlaðið næringarefnum sem eru mikilvæg fyrir augu, húð og hár. Fáar tegundir grænmetis eru auðugri að andoxunarefnum og vegna þess hve mikið er af C- vítamíni í gulrótum eru þær líka mjög góðar fyrir æðakerfið.

Grasker

Í graskerjum eru ýmis mikilvæg efni sem vinna gegn bólgum í líkamanum. Þannig hjálpa grasker, einkum sumar-grasker í baráttunni við ýmsa sjúkdóma eins og t.d. astma, liða- og vöðvagigt.

 

Sætar kartöflur

Í þessum rótarávexti eru mörg næringarefni sem eru vörn gegn krabbameini eins og t.d. A- og C- vítamín og mangan. Þær eru einnig auðugar af járni og trefjum og þannig eru þær líka góðar fyrir meltinguna.

Eggaldin

Í þessu grænmeti er mikið af mjög hollum efnum sem eru sérstaklega góð fyrir heilann. Rannsakendur telja að eggaldin geti veitt nokkra vörn gegn því að fólk fái heilablóðfall og elliglöp.

 

Papríka

Það er alveg sama hvaða litur þér líkar best- allar eru þessar papríkur stútfullar af gæðaefnum fyrir líkamann. Ýmislegt í rannsóknum bendir til að dagleg neysla papriku geti dregið úr áhættunni að krabbamein í lungum, ristli, blöðru og milta myndist.

Spínat

Þetta grænmeti,- sem er svo hlaðið blaðgrænu- er frábært á allan hátt, fullt af svo til öllum vítamínum og næringarefnum sem líkaminn þarf á að halda.  Sumir vísindamenn telja að dagleg neysla spínats geti komið í veg fyrir marga sjúkdóma, allt frá hjartasjúkdómum til ristilkrabba og liðagigt til beinþynningar.

 

Laukur

Já, það er sterk lykt af lauk og talið er að hann sé einkum góður fyrir fólk sem líkur eru á að fái beinþynningu. Það er vegna þess að í lauk er mjög mikið af peptíðum sem hægja á eyðingu kalks úr líkamanum. Laukur er líka talinn vinna gegn hjartasjúkdómum af því í honum er mikið af C vítamíni og fólín sýru

 

SHARE