Áhugaverðasta kæran til þessa – Mýrarboltinn um helgina

Mynd: http://www.myrarbolti.com/

Mýrarboltafélagi Íslands hefur borist kæra á hendur Vestfirzku Verzluninni frá Blóðbankanum í kjölfar nýrrar vöru sem verslunin hefur sett fram. Er um að ræða Mýrarboltadrullu í krukkum og segir í innihaldslýsingum að þar sé Vestfirskt fjallavatn, Bjór, Blóð, Sviti og Tár (þar af þrjú gleðitár). Vill Blóðbankinn meina að áður en varan fari í sölu verði að ganga úr skugga um að blóðið sé ekki úr þeim hetjum sem gefa blóð reglulega í bankann. Vestfirzka Verzlunin sé þarna í leyfisleysi að selja blóð sem hún á alls ekkert í.

Mýrarboltafélag Íslands hefur samþykkt kæruna og komið því áleiðis til forsvarsmanna verslunarinnar að leysa málið hið snarasta.

Við munum fylgjast vel með gangi þessa máls bæði hér á heimasíðu Mýrarboltans og á facebook síðu hans.

 

 

SHARE