Allt á hreinu fyrir vaxið

1. Skoðaðu sjálfa/n þig og kannaðu hvort einhversstaðar séu sár á húðinni sem þurfa að gróa eða aumir blettir sem nauðsynlegt er að sneiða hjá í vaxmeðferðinni.

2. Hafðu hárið í réttri lengd. Ef hárið er of stutt er ekkert að grípa í og ef það er of sítt þá loðið vaxið verr við það sem gerir meðferðina sársaukafyllri. Hárið ætti að vera í kringum hálfan sentimetra að lengd.

3. Skrúbbaðu húðina 2 til 3 dögum áður með mjúkum skrúbb. Ef húðin hefur verið skrúbbuð grípur vaxið hárin en ekki húðina.
Berðu vel af rakakremi á húðina en ekki sama dag og þú mætir í vax. Það dregur úr sársauka ef húðin hefur góðan raka og er mjúk. Til þess að rakakrem þeki ekki hárin er best að sleppa því að nota það sama dag og farið er í vax.

4. Fyrir brasilískt vax eða bikinívax er nauðsynlegt að halda húðinni hreinni. Vax gerir húðina viðkvæmari fyrir sýkingu og bakteríum líður best þar sem er heitt og rakt.

5. Farðu í sund áður en þú ferð í vax. Góð sundferð getur undirbúið húðina vel fyrir vaxið þannig að betri árangur náist. Vatnið getur þurrkað upp fitulag á hárunum og húðflögur losna þegar húðin eru þurrkuð með handklæði sem gefur vaxinu betra grip og dregur úr sársauka.

SHARE