Kiran Gandi er 26 ára tónlistarkona sem nýverið útskrifaðist frá Harvard. Hún tók þátt í London maraþoninu í apríl og vakti þar gríðarlega athygli. Hún hljóp maraþonið nefnilega á blæðingum, án túrtappa og lét þar með blóðið flæða frjálst niður í buxurnar sínar á meðan hún hjóp.
Tilgangur gjörnings hennar var til að vekja athygli á þöggun og kúgun kvenna. Hún byrjaði á blæðingum daginn áður en maraþonið átti sér stað í apríl og ákvað að hlaupa án þess að hafa áhyggjur af túrtappanum sínum og sýna fólki að ef hún á annað borð getur hlaupið maraþon þá hlýtur hún að mega gera það eins og hún vill.
Hún hljóp maraþonið með tveimur vinkonum sínum og aðspurð sagðist að hún hafa hlaupið fyrir kynsystur sínar sem hafa ekki aðgang að eða efni á helstu hreinlætisvörum og þær sem þjást af miklum verkjum vegna blæðinga sinna og halda að þær þurfi að fela það.
Hleypur án þess að hafa áhyggjur af túrtöppum í London maraþoninu.
Málstaðurinn er mikilvægur fyrir Kiran: Kynjamisrétti, þöggun og kúgun kvenna eru henni hjartans mál.
Þær vinkonurnar hlupu til styrktar ummönnunar á brjóstakrabbameinssjúklingum: þær hlupu saman alla leið.
Þær komu í mark sem sannkallaðir sigurvegarar.
Sjá einnig: Karlmaður tjáir sig um blæðingar kvenna
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.