Hér klæðist Victoria kjólnum sjálf

Victoria Beckham (45) hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum fyrir að nota, „fyrirsætur sem líta út fyrir að vera lasnar“, til að sýna fötin sem hún hannar.

Victoria deildi mynd á Instagram af konu sem er í hvítum kjól með prentuðum keðjum á dögunum. Það var ekki kjóllinn sem vakti athygli heldur módelið sem var í kjólnum. Margir gerðu athugasemd um að konan liti út eins og beinagrind og eins og fyrr segir, að hún liti út fyrir að vera lasin.

Hér klæðist Victoria kjólnum sjálf

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Victoria er gagnrýnd fyrir að nota horaðar fyrirsætur, en þeir sem til þekkja segja hana vera sífellt að nota grennri og grennri stúlkur.

Hvað finnst ykkur? Eru fyrirsæturnar of grannar?

Heimildir: DailyMail

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here