Lögreglan á Norðurlandi setti á Facebook síðu sína góða áminningu fyrir foreldra og fannst okkur tilvalið að deila með ykkur.
Þar sem netnotkun barna og unglinga er heldur mikil í dag er gott að hafa hina og þessa hluti á hreinu eins og t.d þetta:

,,Gott er fyrir foreldra að gera greinarmun á vinum og netvinum. Börn geta oft lýst samskiptum sínum við aðra, gegnum netið, þannig að erfitt sé fyrir foreldra að gera greinarmun á hvern sé verið að ræða um. Þessvegna hefur reynst vel að gera þann greinarmun að vinur er sá sem við höfum hitt en netvinur sá sem við þekkjum bara gegnum tölvu.”

SHARE