Árin breyta viðmiðunum – “4 ára – Getur mamma allt!”

Þegar maður er..
2 ára – Mamma er ALLT
4 ára – getur mamma allt!
8 ára- veit mamma mikið, heilmikið!
12 ára- veit mamma svo sem ekki allt.
14 ára- veit mamma það ekki heldur.
16 ára – Mamma? Hún er alveg það hallærislegasta!

18 ára- Sú gamla? Hún fylgist ekki með neinu!

25 ára- gæti hún svo sem alveg vitað það.
35 ára- Við skulum spyrja mömmu hvað henni finnst!

45 ára- Hvað skyldi mamma hafa sagt um það?

65 ára- vildi ég óska að ég gæti spjallað um það við mömmu.

Þetta er umhugsunarvert og margt til í þessu. Lífið er hverfult og við sjáum hlutina í allt öðru ljósi eftir því sem við eldumst. Við kunnum betur að meta foreldra okkar og berum meiri virðingu fyrir þeim og þeirra reynslu og visku, sem þau hafa sankað að sér gegnum árin.

Nýtum tímann vel með ástvinum okkar meðan við getum!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here