Ungi tónlistarmaðurinn Aron Can hefur slegið í gegn með lögunum Þekkir stráginn og Enginn mórall. Myndband sem frumsýnt var á dögunum hefur farið víða og hlustunarpartí á Prikinu var vel sótt.

Aron Can er nú kominn með umboðsmann og ætlar greinilega að vera við öllu búinn á næstunni. Það er Óli Tjé sem hefur tekið að sér starf umboðsmanns Arons. Óli heitir réttu nafni Ólafur Thors og fer mikinn á Twitter undir nafninu @olitje. Hann starfar á daginn hjá Plain Vanilla og var á árum áður maðurinn á bakvið Flickmylife-vefinn vinsæla.

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE