Það er stundum talað um að svelta fyrir tvo. Það getur því miður komið upp að konur fái meðgöngu anorexíu, þetta er hugtak sem nýlega hefur verið sett saman og lýsir ófrískum konum sem þjást af átröskun. Við höfum fengið álit hjá geðlækni og ljósmóður fyrir birtingu greinarinnar. Það er mikilvægt að ljósmæður skimi fyrir átröskun á meðgöngu og í dag er það oft erfiðara fyrir ófrískar konur að fela átröskun en ella þar sem grannt er fylgst með þeim.

Að skilja átröskun á meðgöngu:
Margir sem heyra um átröskun á meðgöngu skilja þetta bara alls ekki. Hvernig gæti móðir stefnt barninu í hættu sem þessa? er spurt. Hún veit alveg að sumir álíta að hún sé slæm móðir en sannleikurinn er sá að átröskun er geðsjúkdómur og við ættum ekki að dæma fólk of grimmt án þess að kynna okkur sjúkdóminn. Í sumum tilvikum er það meðgangan sem hrindir af stað átröskun sem ef til vill var undirliggjandi fyrir. Það er hins vegar þannig að konur með átröskun verða jú ófrískar líka þrátt fyrir að þær eigi almennt erfiðara með það þar sem þær hafa síður egglos en sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á hormónastarfsemina.

Hvað er þungunarstol?

Þungunarstol er ekki læknisfræðilegt hugtak en hugtak sem nýlega hefur verið sett saman og lýsir ófrískum konum sem þjást af átröskun. Konan heldur ef til vill í við sig, æfir sig of mikið, treður sig út af mat eða kastar upp. Megöngu anorexía getur þjáð konur meðan þær eru ófrískar og eftir að barnið fæðist.

Af hverju lenda konur í þessu? Hvað er að gerast í höfðinu á þeim sem veldur því að þeim finnst slæmt að þyngjast meðan þær eru ófrískar? Er það vegna þessarar óskaplegu þarfar að vera grannur eða eru þær að hugsa um hvað þær vigta mikið þegar þær eru búnar að fæða?

HVERNIG GETUR MÓÐIR SETT BARNIÐ SITT Í ÞESSA HÆTTU?

Konan hefur ef til vill verið með átröskun áður en hún varð ófrísk hvort sem búið var að greina hana eða ekki.  Stundum eru konur sem borða ekki reglulega eða hugsa mjög mikið um líkama sinn, þá finnst þeim ómögulegt að takast á við aukna þyngd sem verður þegar þær ganga með. Þessar konur fá ef til vill átröskun meðan þær eru ófrískar. Blöðin og samfélagið hefur áhrif á hugmyndir okkar um það hvernig ófriskar konur ættu að líta út. Því miður sjáum við ótal  myndir af mjög grönnum konum sem þyngjast varla nokkuð meðan þær eru ófrískar. Svo léttast sumar konur um þyngd barnsins skömmu eftir að það fæðist. Margar konur hafa áhyggjur af því hvort þær muni léttast eftir að barnið fæðist. Konur með átröskun þjást af brenglaðri hugsun sem hefur áhrif á getu þeirra til þess að horfa rétt á sjálfa sig. Konum finnst að þær séu að borða þó nokkuð en þær eru ef til vill að borða minna en þær telja eða þær halda að þær séu ekki að æfa of mikið en þær eru að því. Kona sem er með átröskun hefur ekki rétta sýn á hegðun sína. Konur með átröskun þurfa að stjórna öllu í lífi sínu. Þær gera það með því að strjóna því sem þær borða eða borða ekki. Þær stjórna líka hvort þær halda matnum niðri. Konum með meðgönguátröskun finnst að þær hafi misst stjórnina á líkama sínum.

Er kona sem hefur áður verið með átröskun líklegri til þess að fá þungunarstol?

Kona sem hefur aldrei haft átröskun getur alveg fengið meðgönguátröskun.  Í sumum skýrslum er sagt að 20% ófrískra kvenna þjáist af átröskun en sumar konur með átröskun komast að því að meðgangan er lausn frá átröskuninni. Ef konunni finnst að hún sé að detta inn í átröskun meðan hún gengur með hefur hún líklegast haft átröskun eða einhverja aðra geðröskun áður en hún varð ófrísk en það er ekki víst að það hafi verið greint.

Hverjar eru neikvæðu afleiðingarnar af átröskun á meðgöngu fyrir barnið og móðurina?

Það eru mjög marvísleg áhrif bæði líkamleg og andleg sem átröskun hefur á móður og barn meðan hún gengur með barnið og eftir að það er fætt. Læknar segja að konur með átröskun á meðgöngu séu í mikilli áhættu að missa fóstrið og að fæða andvana barn. Rannsakendur telja að börn sem fæðast mæðrum með meðgöngu átröskun geti haft skertan þroska og eigi þá erfitt með lærdóm.

Leitaðu því hjálpar og hættu ekki fyrr en þú finnur hjálpina sem þú þarft.

Átröskun er viðkvæmt mál fyrir konur og þá sérstaklega meðan þær ganga með barn. Margar okkar eru hræddar við að vinir okkar viti af þessu, við vitum alveg að þeir gætu orðið reiðir og ekki skilið sjúkdóm okkar og talið að við séum slæmar mæður. Leitaðu hjálpar upp á Geðdeild Landspítalans, þú getur líka farið til heimilislæknis þíns og hann vísar þér áfram.

Hver eru ytri einkenni meðgönguátröskunar?

Nokkur einkenni þess að kona gæti þjáðst af meðgöngu átröskun gætu verið að  konan  talar um meðgönguna eins og hún sé ekki raunveruleg. Konan með meðgönguátröskun gæti hugsað allt of mikið um hitaeiningarnar. Hún gæti borðað ein, hún gæti sleppt máltíðum eða æft sig allt of mikið. Ef þú hefur áhyggjur af einhverri sem þú þekkir, talaðu þá við hana. Hvettu hana til að tala við lækninn sinn. Fólk með átraskanir er mikið fyrir það að halda því leyndu. Þetta er sá tími þegar leyndarmál þeirra gætu ekki aðeins skaðað þær heldur líka barnið.

Gæti það verið átröskun þegar manneskjan borðar bara einhverjar nokkrar tegundir af mat?

Leyfðu lækninum þínum að ákveða hvort þú borðar vel og rétt og hvort þú  æfir  mátulega.   Það skiptir máli að tala við fagfólk um þessi mál. Ef þið sem lesið þetta eruð að takast á við þessi mál skulið þið ekki bíða með að leita ykkur hjápar.   Sumir læknar eru ekki þjálfaðir til þess að koma auga á meðgöngu anorexíu. Segðu lækninum þínum ef þú fylgjist alltaf með hitaeiningunum, ef þú æfir mikið, ef þú ert að gófla í þig mat eða kasta upp. Segðu lækninum þínum líka hvort þú hefur einhverntíma verið með átröskun, leitaðu þér hjálpar og ekki hætta fyrr en þú færð hjálpina sem þú þarft.

SHARE