Áttu erfitt með svefn? Hér er ráð við því

Við eyðum stórum hluta af lífi okkar í rúminu, en fyrir suma er góður nætursvefn ekki sjálfgefinn. Í stað þess að fara til læknis og fá ávísað á þig svefnlyf eða önnur róandi lyf, ættir þú að prófa þetta æðislega svefnmeðal.

Bananar eru sneisafullir af efnum sem hjálpa þér við að sofa vel, svo sem kalíum, sem slaka á vöðvunum, magnesíum, sem slakar einnig á vöðvunum, trytófan (sem breytist í serotónín) og melantónín, sem er svefnhormón og hjálpar til við að jafna út blóðþrýstinginn og blóðsykurinn.

Sjá einnig: Afhverju ættum við að borða bananahýði?

Gott er að borða einn banana fyrir svefninn en mikið af nauðsynlegum efnum er að finna í bananahýðinu og þú getur búið þér til te sem er frábært fyrir nauðsynlegan og góðan nætursvefn.

79227-smallv2-328477

Sjá einnig: Hvenær er best að borða banana?

Skerðu endana af banana og settu í lítinn pott með vatni. Láttu bananann sjóða í nokkrar mínútur og drekktu síðan vatnið. Þú getur einnig bragðbætt teið með smá kanil ef þú vilt, en þessi glimmrandi góða blanda mun sjá til þess að þú náir góðri slökun og sofnir vel.

 

SHARE