Það er svo gaman að búa til hollan og góðan mat með börnunum okkar. Börnunum finnst það gaman og ekki er það verra þegar við erum að búa til eitthvað með börnunum sem þeim finnst ótrúlega gott og við höfum góða samvisku ef „nammið“ er hollt líka. Hér fáum við leiðbeiningar um hvernig á að búa til jarðaberjarúllur, þær líta út og bragðast eins og nammi en eru hollar og ekki stútfullar af aukaefnum og sykri. Ég hef prófað þessa uppskrift og krökkunum finnst þetta ótrúlega gott. Mæli með því að prófa!

[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“rjd-EEicj5Q“]

SHARE