Þessi æðislegi kjúklingur er alveg svakalega góður og einfaldur að gera. Hann er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

 

Auðveldur appelsínukjúklingur
500 g kjúklingur (t.d. bringur eða leggi)
3 msk kókosolía
safi úr 2 appelsínum
fínrifinn börkur af 1 appelsínu
1 tsk fínrifið engifer
3 msk soyasósa
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 tsk sweet chilí sósa
3 vorlaukar, sneiddir smátt

Aðferð

  1. Látið saman í pott safann úr appelsínunum, appelsínubörkinn, engifer, soyasósu, hvítlauk og sweet chilí sósu. Stillið á meðalhita og látið sósuna malla og þykkna meðan þið eldið kjúklinginn.
  2. Skerið kjúklinginn í munnbita. Látið kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann er fulleldaður og brúnaður eða í um 6 mínútur.
  3. Bætið kjúklinginum saman við sósuna og hrærið vel saman þar til kjúklingurinn er húðaður sósunni.
  4. Berið fram með vorlauknum og hrísgrjónum
SHARE