Nátthrafnar með hærri greindarvísitölu skv nýrri rannsókn

Ert þú nátthrafn? Þá eru þetta góðar fréttir fyrir þig. Rannsókn sem gerð var af vísindamönnum við London School of Economics sýnir fram á það að fólk sem er gáfað, með háa greindarvísitölu er fólkið sem oft vakir á nóttunni. Fólkið sem hefur lægri greindarvísitölu er samkvæmt rannsókninni líklegra til að vakna eldsnemma og líður best yfir daginn.

Það eru þó ekki bara kostir við það að vera nátthrafn vegna þess að rannsóknir leiddu líka í ljós að þeir sem eru svokallaðar b-týpur eru líklegri til að þjást af þunglyndi og fíknsjúkdómum.

Enn önnur rannsókn sýndi svo fram á það að þeir sem vinna vel á kvöldin og líður  best seinnipartinn fá oft betri einkunnir í skóla.

Þetta eru eflaust ágætis fréttir fyrir þá sem reyna alltaf að afsaka sig fyrir að vaka fram eftir. Það er til fullt af fólki sem eru nátthrafnar og gengur vel í leik og starfi, fólkið vaknar þá kannski aðeins seinna en aðrir en vinnur langt fram á kvöld.

Hvað finnst þér um þetta, ertu týpan sem vakir lengi eða týpan sem vaknar eldsnemma og fer seint að sofa?

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here