B6-vítamín notað við túrverkjum

B6-vítamín er samnefnari fyrir þrjú efnafræðilega skyld sambönd, pýridoxín, pýridoxal og pýridoxamín. Þessi þrjú efnasambönd umbreytast í tvö hjálparensím í líkamanum og eiga þátt í amínósýru-, fitu- og kjarnasýrubúskap próteinsins.

  • Þegar keypt er bætiefni með B6-vítamíni, stendur oftast pyridoxinhydrochlorid á pakkningunni í staðinn fyrir B6-vítamín.

Stundum eru stórir skammtar af B6-vítamíni notaðir við tíðaverkjum.

Hvernig nýtir líkaminn B6-vítamín?

Öll B-vítamín eru tekin upp í þeim hluta smáþarmanna sem liggur næst maganum (á latínu jejunum).

Sjá einnig: Hvers vegna túrverkir?

Það getur eyðst við: Niðursuðu, steikingu, geymslu, áfengi og östrogen.

Í hvaða mat er B6-vítamín?

Kjöti, fiski, heilu korni, eggjum, grænmeti og fleiri fæðutegundum.

Mest af vítamíninu eyðist við steikingu, suðu og of mikið ljós.

Hvað má taka mikið af B6-vítamíni?

Ráðlagður dagskammtur er um það bil 1,2 milligrömm fyrir konur og 1,5 milligrömm fyrir karla. Meðaldagneysla er 1,3 millgrömm hjá konum og 1,7 milligrömm hjá körlum.

Ráðlagður dagskammtur Meðalneysla
Karlar 1,5 mg 1,7 mg
Konur 1,2 mg 1,3 mg

Vítamínþörfin er mismunandi

B6-vítamínþörfin ræðst af því hve mikil próteinneyslan er. Í raun á að meta þörfina hjá hverjum manni fyrir sig því B6-vítamínið er nýtt við búskap næringarefnanna sem við neytum. Í hvert sinn sem eitt gramm af próteini er sett inn fyrir varirnar verða að fylgja 0,015 milligrömm af B6-vítamíni. Próteinmagn fæðu er oftast gefið upp á umbúðum matvæla.

Sjá einnig: 15 ástæður til að stunda kynlíf … í kvöld!

  • Þörfin fyrir B-vítamín eykst með reglulegu millibili vegna veikinda, streitu og of mikillar vinnu.
  • Konur sem nota pilluna, þurfa aukaskammt af B6-vítamíni.

Hvernig lýsir B6-vítamínskortur sér?

B6-vítamínskortur er fátíður og hans verður ekki vart nema í tengslum við skort á öðrum B-vítamínum. Einkennin geta verið:

  • flogaveikislegur krampi
  • breytingar í húð
  • dvergkornablóðleysi, míkrócýtisk anemía, sem er ein gerð blóðskorts þar sem rauðu blóðkornunum hefur fækkað. Skorturinn verður líka m.a. vegna járnskorts.

Börn
Vítamínskortur hjá börnum getur valdið sams konar krampa og við flogaveikisköst, meltingartruflanir, þyngdartap og geðillsku.

  • Hvað eykur hættuna á B6-vítamínskorti?
  • Geisla og lyfjameðferð við krabbameini.
  • Getnaðarvarnir með östrogeni geta ef til vill minnkað magn B6-vítamíns í líkamanum.
  • Elli í tengslum við einhæft eða naumt mataræði.
  • Langvarandi, eftirlitslausir megrunarkúrar.
  • Drykkjusýki.

Langtímanotkun ýmissa lyfja getur einnig aukið hættuna á B6-vítamínskorti.

  • Hýdralazín við of háum blóðþrýstingi.
  • Isóníazíð við berklum
  • Penicillamín við nýrnasteinum og langvarandi liðagigt
  • Levódópa við Parkinsonsveiki
  • Klóramfenikól, tetracýklín, erythrómýcin, lincomýcin, neomýcin við sýkingum
  • Búsúlfan/Klorambucil við krabbameini

Sjá einnig: Píkur – Nokkrar staðreyndir – gaman og alvara

Hvernig er ráðin bót á B6 -vítamínskorti?

Ráðin er bót á B6-vítamínskorti með inntöku 40-160 milligramma daglega þar til bati fæst.

Þungun og B6-vítamín Stundum eru gefnir mjög stórir skammtar af B6-vítamíni við mikilli morgunógleði, en þetta verður læknir að sjá um.

Hvernig lýsir of mikið B6-vítamín sér?

Það er sjaldan að menn fái of mikið af B6-vítamíni því umframmagnið leysist upp í vatni og brotnar niður í lifrinni og skilst úr með þvaginu. Ef tekin eru 10 grömm af B6-vítamíni í einu eða hálft gramm á dag í viku, getur það valdið verri samhæfingu hreyfinga (t.d. við að reyna að pota fingri í nefbroddinn) og verri tilfinningu fyrir hita í handleggjum og fótum. Sömu einkenna getur orðið vart eftir mánaðarneyslu 100 – 200 milligramma dagskammta, en ef skammtarnir eru minni, verður heilsutjónið ekki varanlegt.

Sjá einnig: Hvað er blóðleysi vegna skorts á B12 vítamíni?

Má taka vítamín/steinefni með öðrum lyfjum?

Ef tekin eru lyf við Parkinsonsveiki í formi Levodopa, minnkar það upptöku B6 í blóðinu.

SHARE