Bæði karlmenn og konur gera sér upp fullnægingu

Einn af hverjum 6 mönnum segjast myndu yfirgefa maka sinn ef hann sinnti ekki þeirra þörfum í rúminu. Kynlíf og fullnæging skiptir sumt fólk svo miklu máli að einn af hverjum fjórum karlmönnum og ein af hverjum fimm konum myndu frekar vilja fá reglulegar fullnægingar en að vera ástfangin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var á 3800 breskum konum og körlum.

Þrátt fyrir að kynlífið sé mikilvægur hluti af sambandinu samkvæmt þessari könnun voru minna en helmingur þáttakenda sáttir við hversu oft þeir fengu fullnægingu.

Könnunin, sem gerð var af netfyrirtækinu bondara.co.uk, leiddi í ljós að 16% karla og 10% kvenna myndu slíta ástríku sambandi ef maki þeirra fullnægði þeim ekki kynferðislega.

Þegar spurt var að því hvað hefði áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu var þreyta algengasta ástæða lélegs kynlífs. 20% kvenna og 23% karla sögðu að þreyta hefði áhrif á kynlíf þeirra en númer tvö í röðinni hjá konum var lélegt sjálfsmat. Næst í röðinni var “lítill áhugi á kynlífi”

15% karla áttu erfiðara með að fá fullnægingu þegar þeir höfðu neytt áfengis og áhyggjur tengdar vinnu höfðu áhrif á 12% manna.

Karlmenn og konur gera sér upp fullnægingu

einn af hverjum fjórum sem tóku þátt í rannsókninni sögðu að þeim liði eins og þeir væru undir pressu að fá fullnægingu í hvert skipti sem þeir stunduðu kynlíf. 27% karla og 69% kvenna sögðust einhverntímann hafa gert sér upp fullnægingu.


Þeir sem stóðu að rannsókninni sögðu að fólk ætti ekki að hugsa einungis um það að fá fullnægingu, fólk getur notið kynlífs án þess að fá fullnægingu í hvert skipti.  

Lykillinn að betra kynlífi fyrir konur?
47% kvenna sögðu að lengri forleikur myndi auka ánægjuna
38% kvenna töluðu um að munnmök í byrjun kynlífs myndu auka ánægjuna
35% kvenna sögðu að kynlífsleikföng myndu gera kynlífið ánægjulegra.

Lykillinn að betra kynlífi fyrir karla?
Karlmenn töluðu líka um munnmök og voru það 54% karla sem sögðu að munnmök væru nauðsynleg
43% karla vildu eyða meiri tíma í forleik.
42% karla vildu nota kynlífsleikföng
38% karla sögðu að mismunandi kynlífsstellingar myndu auka ánægjuna í kynlífi.

 

 

SHARE