Hérna er á ferðinni bæði fljótlegur og ljúffengur eftirréttur. Tilvalinn fyrir helgina. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Einfaldur og sjúklega gómsætur döðlueftirréttur

img_4759

Bakaðar perur

  • 1 stór dós perur
  • 4 eggjahvítur
  • 4 msk flórsykur
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 50 gr hvítt súkkulaði (hentar vel að nota hvíta súkkulaðidropa), má sleppa

Raðið perunum í eldfast mót með skornu hliðina upp. Saxið hvíta súkkulaðið frekar fínt og setjið í dældirnar í perunum, ef notaðir eru hvítir súkkulaðidropar þarf ekki að saxa þá. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Þekjið perurnar með eggjahrærunni. Bakið við 110 gráður í u.þ.b 20 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn fallega brúnn. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og dreifið því yfir réttinn eftir að formið er tekið úr ofninum . Berið fram heitt með ís.

img_4713

 

img_4725

SHARE