Banaslys á Ólafsfjarðarvegi í morgun

Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt Sunnan Dalvíkur um kl. 09:14 í morgun. Kona á fertugsaldri sem var farþegi í fólksbifreið lést er bifreiðin lenti í árekstri við pallbifreið.

Tildrögin voru þau að pallbíl var ekið suður þjóðveginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn. Í sömu svifum kom fólksbíll á móti sem ekið var norður þjóðveginn og varð harður árekstur.

Ökumaður pallbílsins slasaðist ekki. Ökumaður fólksbílsins og annar farþegi voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri talsvert slösuð. Ekki er hægt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu.

SHARE