Barn sem fæðist án heila segir “Mamma” í fyrsta skiptið

Emma Murray (24) fæddi soninn Aaron fyrir tveimur árum. Það sem er sérstakt við Aaron er að hann er með heilkenni sem heitir holoprosencephaly, sem þýðir að hann er með lítinn sem engan heila.

Sjá einnig: Barn sem fæddist án höfuðkúpu

Fæðing Aaron kom móður hans mjög mikið á óvart, þar sem hún hafði ekki áttað sig á því að hún væri ófrísk, þar til hún mætti á sjúkrahúsið undir þeim formerkjum að grunur léki á því að hún væri með sprunginn botnlanga. Hún hafði ekki fundið fyrir neinum einkennum óléttu alla meðgönguna, hvorki ógleði né höfðu blæðingar hennar hætt. Emma á annað barn fyrir og hafði sú meðganga farið fram á eðlilegan máta, með öllum þeim einkennum sem henni fylgdi.

Talið var í fyrstu að Aaron myndi ekki lifa af og sögðu læknar að það gæti verið spurning um mínútur, klukkutíma eða í mesta lagi 3 daga. Fjölskyldan var öll kölluð til, svo hægt væri að kveðja barnið, en öllum til mikillar hamingju, er drengurinn enn á lífi, tveimur árum síðar.

Sjá einnig: Síamstvíburar sjá með augum hvor annarrar

Heilkennið hendir 2 af 10.000 einstaklingum á ári hverju, en flest þau börn lifa ekki af. Aaron fæddist þó með heilastofn, sem gerði honum kleift að hreyfa sig og að anda, en ekki var gert ráð fyrir að hann myndi koma til með að geta klappað saman höndum sínum og sagt “mummy” og er móðir hans því í skýjunum.

2DDF283D00000578-0-image-a-2_1446029619026

Aaron og Emma: Ekki var búist við því að Aaron myndi ná þeim aldri sem hann er á núna og geta hans til þess að mynda orð kom öllum á óvar.

Sjá einnig: Litningafrávik á meðgöngu

2DDF284500000578-3293259-Aaron_is_not_only_alive_but_enjoys_giggling_and_clapping_his_han-a-3_1446034401541

2DDF284900000578-3293259-Emma_says_that_Aaron_is_adored_by_his_big_brother_Jack_who_sings-a-4_1446034401565

2DDF285200000578-3293259-Just_minutes_after_giving_birth_in_2013_Emma_was_told_by_doctors-a-2_1446034401540

2DDF285800000578-3293259-Emma_said_Everything_had_happened_so_fast_I_didn_t_even_know_I_w-a-5_1446034401566

2DDF471200000578-3293259-This_X_ray_which_was_taken_when_Aaron_was_born_shows_that_his_br-a-1_1446034401537

SHARE