Barnaspítali í New York fjárfestir í tölvusneiðmyndartæki sem er sérhannað fyrir börn – Sjóræningjaþema

Morgan Stanley barnaspítalinn í New York reynir að koma til móts við börnin eins og hægt er. Það er aldrei gaman að þurfa að leggjast inn á spítala eða að þurfa að fara í læknisrannsóknir. Það eru samt sem áður ýmsar leiðir til að gera börnum spítalavistina bærilegri. Spítalinn er með sjóræningjaþema í herbergi þar sem börn undirgangast rannsóknir eins og að fara í sneiðmyndatöku.

Spítalinn fjárfesti í tölvusneiðmyndartæki sem er sérhannað fyrir börn. Tækið gæti hugsanlega gert það að verkum að börnin verða ekki jafn hrædd við að undirgangast rannsóknir. Börnunum finnst þau þá hugsanlega frekar vera að taka þátt í einhverskonar ævintýri. Frábært framtak!

SHARE