Femíniskur róttæklingur sem tilheyrir baráttuhópnum Femen tók ofsafengið tilhlaup og hrifsaði Jesúbarnið úr jötu sinni innan veggja Vatíkansins á sjálfan jóladag. Konan, sem heitir Iana Aleksandrovna Azhadonova er ættuð frá Úkraníu og óð öskrandi upp á svið – en hún var kviknakin ofan mittis og hafði áletrað orðin GUÐ ER KONA á bringuna á sér.

Hrifsaði Jésúbarnið úr jötunni og hljóp berbrjósta yfir sviðið

Því næst hrifsaði Iana sjálft Jésúbarnið úr jötu sinni, öskraði orðin sem hún hafði áletrað á bringuna í gríð og erg og gerði ofsafengna tilraun til að hverfa út í náttúruna með Jésúbarnið í fanginu. Henni varð þó ekki úr þeirri fyrirætlan sinni þar sem öryggisverðir brugðust samstundis við,  gripu berbrjósta róttæklinginn föstum tökum og hnepptu samstundis í varðhald. Þúsundir pílagríma sem komið höfðu til Vatíkansins í þeim tilgangi að votta Jesú og páfa virðingu sína á jóladag urðu vitni að hörmulegu atvikinu.

Eyddi jólum í varðhaldi innan veggja Vatíkansins

Iönu hefur verið sleppt úr varðhaldi en sætir engu að síður ákæru fyrir að trufla friðinn, óspektir á almannafæri og þjófnað. Talsmaður Vatíkansins sagði í viðtali við breska miðilinn Guardian að æðstu menn Vatíkansins sætu nú á rökstólum og verið væri að íhuga hvort Iana yrði ákærð fyrir helgispjöll á jólum, þar sem um alvarlega atvikaröð væri að ræða sem misboðið hefði trúarvitund ófárra.

Hér má sjá ótrúlegt atvikið sem náðist á filmu:

Tengdar fréttir:

Þunguð kona hraunar yfir mótmælendur fóstureyðinga

Myndir frá Rússlandi sem allir ættu að sjá – Myndir

Skets frá Daily Snow: „Viðbrögð Jesú við mosku í Reykjavík“

SHARE