Beyonce tilkynnir heimstúr

Stórstjarnan Beyonce tróð upp í hálfleikssýningu Super Bowl í gærkvöldi en þetta var 50. Super Bowl leikurinn og sýningin því öll hin glæsilegasta. Beyonce flutti nýja lagið sitt Formation og nýtti tækifærið og tilkynnti heimsbyggðinni að hún væri á leið í tónleikaferðalag.

Sjá einnig: Beyonce sendi Channing Tatum skilaboð

Pepsi-Super-Bowl-50

Söngkonan ætlar sér að halda 40 tónleika og mun hún koma við víða um Evrópu, Kanada og Norður-Ameríku. Ferðalagið hefst 27.apríl næstkomandi og lýkur í lok júlí.

Hérna má sjá brot af dýrðinni sem átti sér stað í gærkvöldi:

https://www.youtube.com/watch?v=-5BPfRHX1SE&ps=docs

SHARE