Það er hægt að gera ýmsar útfærslur af jólaís og um að gera að prófa sig áfram. Þessi ís er algjört hnossgæti og er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani

img_0797

Bismark ís með myntusúkkulaði og hindberjum

Uppskrift:

  • 5 eggjarauður
  • 1 msk sykur
  • 5 dl rjómi
  • 1 kassi Fazermint myntufyllt súkkulaði (150 g)
  • 1 poki Marianne súkkulaðifylltur myntubrjóstsykur (120 g)
  • 300 g frosin hindber, afþýdd.

Rjóminn er þeyttur og lagður til hliðar. Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst. Myntubrjóstsykur er mulinn fremur smátt í matvinnsluvél. Fazermint myntusúkkulaði er saxað niður. Hindber eru maukuð með gaffli. Þeytta rjómanum er blandað varlega saman við þeyttu eggjarauðurnar með sleikju og söxuðu súkkulaði, muldum brjóstsykri og maukuðum hindberjum blandað varlega saman við. Sett í ísform eða ca. 24 cm smelluform og fryst í að minnsta kosti 5 tíma.

SHARE