Í þessu myndbandi má sjá fólk hlaupa út af Bataclan tónlistarhöllinni í ofboði þegar hryðjuverkamennirnir höfðu hafið skothríð á miðjum tónleikum.

Tvær manneskjur hanga utan á húsinu og önnur þeirra er ófrísk kona.

Sebastian er einn af tónleikagestunum og sagði þetta í La Province: „Þeir skutu á alla sem þeir mættu. Þeir sem stóðu við barinn voru drepnir fyrst. Allir duttu þeir í gólfið. Maður við hliðina á mér fékk skot í höfuðið.“

Sebastian var fastur inni í tónlistarsalnum með hryðjuverkamönnunum og notaði tækifærið meðan einn mannanna var að hlaða riffilinn sinn til að hlaupa fram og leita sér að útgönguleið.

Hann fann enga leið út og hljóp upp stiga. Það var þá sem hann heyrði í konunni:

„Hjálpið mér. Ég er ófrísk!“

„Hún grátbað fólk um að grípa sig ef hún léti sig falla niður en það var svo mikil skelfing þarna niðri að enginn heyrði neitt í henni,“ segir Sebastian. Hann fór svo til hennar og hjálpaði henni inn um gluggann en ófríska konan var að fram komin af þreytu.

Rétt eftir að þau voru komin inn komu hryðjuverkamennirnir og skipuðu þeim og leggjast á jörðina.

Nánast á sama tíma umkringdi lögreglan húsið og hryðjuverkamennirnir voru drepnir, Sebastian og ófríska konan voru hólpin.

Hryðjuverkamennirnir sögðu við Sebastian: „Við erum hérna til að leyfa ykkur að þjást eins og saklausa fólkið á Sýrlandi er að þjást. Heyrirðu þjáningarópin? Núna finnið þið fyrir óttanum sem fólk finnur fyrir á hverjum einasta degi í Sýrlandi. Þetta er bara byrjunin á stríði. Við ætlum að slátra saklausu fólki og við viljum að þið segið öllum frá því.“

Ófríska konan vildi ekki láta nafns síns getið en hafði upp á Sebastian í gegnum Twitter til að þakka honum fyrir lífgjöfina.

SHARE