Bjargaðu barni fyrir 500 krónur

Tinna Rut Isebarn og Svava Gunnarsdóttir eru sjálfboðaliðar í fátæku úthverfi Kampala, Úganda. þær eru að vinna fyrir frjálsu félagasamtökin “Mentor Volunteers Uganda – Centre for Child Advocacy and life Planning”.
Samtökin beita sér í að hlúa að munaðarlausum og bágstöddum börnum og reka m.a. þrjá skóla.
Tinna og Svava eru að kenna við Nansana Community Primary School (en það er grunnskóli og munaðarleysingjahæli).

Um 100 af þeim börnum sem búa hér hafa á þessu ári þurft að þjást af malaríu. Kostnaður læknismeðferðar er gríðarlegur og veldur því að oft er ekki til peningur fyrir mat handa börnunum. Áður en við yfirgefum börnin viljum við leggja samtökunum lið og draga úr meðferðarkostnaðnum með því að fyrirbyggja malaríusmit. Moskítóflugur bera malaríu á milli manna og því viljum við kaupa moskítónet fyrir öll börnin, hengja þau fyrir ofan rúmin þeirra og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að þau verði notuð í hvívetna. Um 1/3 af börnunum eru fædd með HIV/aids og af þeim sökum getur malaría leitt þau til dauða, slík tilfelli koma fyrir hér.
,,Hér með óskum við eftir stuðningi frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Eitt moskítónet kostar um 500 íslenskar krónur og okkur þætti vænt um ef þið gætuð styrkt okkur um að minnsta kosti eitt slíkt net. Áhugasamir og góðhjartaðir, vinsamlegast millifærið á eftirfarandi reikning:

113-26-9909 kt: 190988-2369”.

,,Við kaupum netin næstkomandi laugardag, þann 10. ágúst. Ef til þess kemur að við söfnum hærri upphæð en nemur netunum (sem við náttúrulega vonum), munum við nota afganginn til þess að kaupa stílabækur og skriffæri, því sum börnin eiga ekki skriffæri og það er mikill skortur á stílabókum hér.”

Í von um bætta heilsu barna, með fyrirfram þökkum og okkar bestu kveðju frá Úganda,

Tinna Rut Isebarn og Svava Gunnarsdóttir

Nánar má sjá inná Facebook síðu en hana má finna með að klikka hér.

SHARE