Bjóða fólki peninga fyrir að láta smita sig af Covid-19

Sem hluta af sameiginlegu heimsátaki til að finna bóluefni gegn Kórónuvírusnum, hafa lyfjafyrirtæki boðið fólki þúsundi dollara fyrir að bjóða sig fram og láta smita sig með veirunni. Í kjölfarið væru þau svo í tveggja vikna einangrun.

Að vera fyrstur til að koma með bóluefni við Covid-19 er áreiðanlega eitthvað sem öll lyfjafyrirtæki vilja fá heiðurinn af og svo maður tali nú ekki um, peningana sem fyrirtækið græðir á því. Fyrirtæki eru því farin að bjóða háar upphæðir til þeirra sem vilja taka þátt í að finna bóluefni, en þá þurfa þeir að leyfa að Kórónaveirunni verði sprautað í þau. Fyrir það fengi hver aðili 4.500 dollara eða um 585.000 krónur. Þetta gæti verið freistandi fyrir unga, heilsuhrausta einstaklinga sem vantar peninga.

Sjá einnig: Fyrsti Bretinn sem greindist með Kórónuveiruna

Í Englandi er fyrirtæki sem er kallað Hvivo, með rannsóknarstofur í austurhluta London þar sem sjálfboðaliðar verða rannsakaðir í 2 vikur. Samkvæmt The Times verða á rannsóknarstofunni 24 einstaklingar í einu sem verða sprautaðir með tveimur týpum af veirunni, 0C43 og 229E, en þær geta báðar valdið alvarlegum einkennum í öndunarfærum.

„Lyfjafyrirtæki geta fengið mjög góða hugmynd um hvað getur virkað á þessa veiru, með því að vinna með hópa af fólki,“ sagði Andrew Catchole, hjá Hvivo.

Í þessar tvær vikur sem sjálfboðaliðarnir verða í einangrun, verður fylgst vel með þeim en læknar og hjúkrunarfræðingar verða þeir einu sem verða í samskiptum við sjálfboðaliðana.

SHARE