Mágkona hennar Kim Kardashian gerði allt vitlaus á forsíðu þessa tímarits fyrir tveimur árum síðan og Kylie Jenner hefur líka prýtt forsíðuna en nú var komið að Blac Chyna að prýða forsíðu þessa tímarits.

Sjá einnig: Blac Chyna lætur breyta sér í Kim

Blac sýnir óléttubumbu sína og nakinn kroppinn í blaðinu og lætur hún svo sannarlega gríðarstórt húðflúr sitt skína. Inni í blaðinu talar hún mikið um unnusta sinn Robert Kardashian og segir hún að þó að hún sé frekar lokuð manneskja þegar kemur að persónulega lífinu, þá elskar hún að deila myndum og myndböndum af Rob, því hún vill sýna heiminum hversu stórkostlegur hann er.

Hún segir einnig að hún sé fyndin og skemmtileg og að aðdáendur hennar muni geta fylgst með verðandi hjónakornunum í raunveruleikaþætti þeirra sem er að fara byrja sýningar. Hún segir að þar muni fólk koma til með að sjá hana sem móður og konu með nokkra viðskiptarekstra og að hún hlakki til að sýna heiminum samband sitt við Rob,  hversdagslega líf þeirra og það sem þau eru að takast á við, jákvætt og neikvætt.

Sjá einnig: Blac Chyna á von á dreng

Kim stoppaði við í myndatökunni til að styðja verðandi mágkonu sína og gefa henni góð ráð og þótti Blac afar vænt um það.

 

37B0C91B00000578-0-image-a-1_1472498285703

37B0D2BA00000578-3764038-image-a-17_1472499223409

37B0D3B300000578-3764038-image-a-16_1472499190099

37B0C97400000578-3764038-image-a-19_1472499357905

980x

SHARE