Þann 25. september byrjaði Bland.is með einfaldan leik á Facebook þar sem vinir áttu að skrifa athugasemd hvort þeim langaði meira í KitchenAid hrærivél eða iPhone 6 snjallsíma.
Það tóku alls 9.000 manns þátt. Í október var svo dregið í leiknum og vinningshafinn tilkynntur. Hún Dúna Rut kom upp sem vinningshafi en hún býr á Flúðum.
Það kveikti hugmynd að myndbandi og heldur óvenjulegri afhendingu á vinningnum. Hugmyndin kviknaði eftir heldur mikla umræðu um að fyrirtæki væru ekki að tilkynna vinningshafa og sum jafnvel sögð búa til leiki og hreinlega ekki einu sinni draga út eða afhenda lofuðum vinning. Það er óhætt að segja að fáir hérlendis hafa farið svona langt í afhendingu á vinning í Facebookleik og Bland.is. Við mælum með því að þú horfir á myndbandið.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.