Ég hef lært….

Að þú getur ekki látið fólk elska þig. Það eina sem þú getur gert að vera einhver sem hægt er að elska. Annað er á valdi hinna.

Að það skiptir ekki máli hversu mikið mér þykir vænt um aðra, sumum þeirra er bara alveg sama.

Að það tekur mörg ár að byggja upp traust en aðeins nokkrar sekúndur að eyðileggja það.

Að það skiptir ekki máli hversu góðir vinir þínir eru, þeir munu særa þig á einhverjum tímapunkti og þú verður að fyrirgefa þeim það.

Að það skiptir ekki máli HVAÐ er til staðar í lífinu heldur skiptir öllu máli HVER er í lífi þínu.

Að þegar þú biður um fyrirgefningu áttu aldrei að skemma hana með afsökun.

Að þú kemst upp með að heilla á persónuleikanum einum saman í um það bil 15 mínútur. Eftir það er eins gott að þú vitir eitthvað um hvað þú ert að tala.

Að þú átt ekki að bera þig saman við það besta sem aðrir geta gert.

Að þú getur gert eitthvað á augnabliki sem veldur þér hugarangri alla ævi.

Að það er að taka mig langan tíma að verða að manneskjunni sem mig langar að vera.

Að þú átt alltaf að skilja við ástvini með fallegum orðum. Þetta gæti verið í seinasta skipti sem þú sérð þau.

Að þú getur haldið áfram lengi vel eftir að þú getur það ekki lengur.

Að við berum ábyrgð á því sem við gerum, hvernig sem okkur líður.

Að annað hvort stýrir þú viðhorfi þínu eða það stýrir þér.

Að þótt sambönd séu heit og full af ákefð í upphafi þá dofnar ástríðan og það er eins gott að eitthvað komi þar í staðinn.

Að hetjur eru þeir sem gera það sem þarf að gera, sama hverjar afleiðingarnar verða.

Að peningar eru slæm leið til að telja stigin.

Að ég og besti vinur minn getum gert hvað sem er eða ekki neitt og skemmt okkur konunglega.

Að stundum eru það þeir sem við búumst við að sparki í okkur þegar við liggjum, raunverulega þeir sem hjálpa okkur að komast aftur á fætur.

Að stundum þegar ég reiðist hef ég alveg rétt á því að vera það, en það gefur mér ekki réttinn til þess að vera vond/ur.

Að sönn vinátta heldur áfram að vaxa, jafnvel yfir langar vegalengdir. Sama á við um sanna ást.

Að janvel þótt einhver elski þig ekki eins og þú vilt að þau elski þig þýðir það ekki að þau elski þig ekki af öllu sínu hjarta.

Að þroski fæst með þeim upplifunum sem þú gengur í gegnum og hvað þú hefur lært af þeim frekar en hversu mörgum afmælum þú hefur fagnað.

Að þú átt aldrei að segja börnum að draumar þeirra sé óraunhæfir og ólíklegir. Það er fátt jafn eyðileggjandi fyrir utan þann harmleik sem yrði ef þau myndu trúa þeim orðum.

Að fjölskyldan verður ekki alltaf til staðar. Það er skrýtið að oft geta þeir sem tengjast þér ekki blóðböndum séð um þig og elskað þig og kennt þér að treysta fólki aftur. Fjölskyldur eru ekkert endilega líffræðilegar.

Að það er ekki alltaf nóg af vera fyrirgefið af öðrum. Stundum verður þú að læra að fyrirgefa einnig.

Að það skiptir ekki máli hversu illa hjarta þitt hefur verið brotið þá stoppar heimurinn ekki á meðan þú syrgir.

Að bakgrunnur okkar og aðstæður geta haft áhrif á hver við erum, en við erum ábyrg fyrir því hver við verðum.

Að rík manneskja er ekki sú sem á mest, heldur sú sem þarf minnst.

Að jafnvel þótt tveir aðilar deili þýði það ekki að þau elski ekki hvert annað. Og jafnvel þótt þau deili ekki þýðir það ekki að þau elski hvert annað.

Að við þurfum ekki að skipta um vini ef við gerum okkur grein fyrir að vinir breytast.

Að þú ættir ekki að keppast við að komast að leyndarmálum. Þau geta breytt lífi þínu að eilífu.

Að tveir aðilar geta horft á nákvæmlega sama hlutinn og séð eitthvað alveg ólíkt.

Að það skiptir ekki máli hversu mikið þú reynir að vernda börnin þín, þau munu að lokum verða særð og þú munt særa þau í ferlinu.

Að jafnvel þótt þú teljir að þú hafir ekkert meira að gefa, þegar vinur kallar á hjálp þína, munt þú finna styrkinn til að hjálpa.

Að viðurkenningarspjöld og prófskírteini á veggnum gera þig ekki að almennilegri manneskju.

Að það fólk sem þér þykir hvað vænst um eru tekin frá þér of snemma.

Að það er erfitt að finna línuna á milli þess að vera góður og særa ekki aðra og svo hins vegar að standa fyrir því sem þú trúir á.

Að fólk mun gleyma hvað þú sagðir og og fólk mun gleyma hvað þú gerðir, en fólk mun aldrei gleyma hvernig þú lést þeim líða.

Eftir Omer B. Washington

Tekið inná Ævispor sem má finna hér.

SHARE