Hún kastaði stundum upp alveg 10 sinnum á dag þegar hún var sem veikust af búlimíu, en er í dag fyrirmynd stúlkna sem glíma við þennan hræðilega sjúkdóm.

Leila Newton-Fox er tvítug í dag og segir sögu sína hjá Mirror í Bretlandi. Hún segir frá því þegar hún var búin að borða allan mat sem til var í húsinu, þá fór hún í hamstramatinn því hún var ekki enn orðin „södd“, en hún byrjaði að veikjast af lotugræðgi þegar hún var um 11 ára gömul.

„Ég man að klukkan var svona 1 um nóttina og ég var búin að borða allt sem til var í húsinu og ég var mjög stressuð og ég borðaði hamstramatinn,“ segir Leila. „Það er skammarlegt að segja frá þessu en ég borðaði allt sem ég komst í, meira að segja salt úr saltstauknum.“

I140410_134616_777904oTextCS_59938187

Til þess svo að eyða samviskubitinu sem hún fékk eftir átið, æfði hún svo í marga klukkutíma eftir það og fékk meira að segja svarta beltið í Aikido.

Þegar hún var 16 ára, viktaði hún sig á hverjum degi auk þess sem hún mældi fituprósentuna líka og var á þeim tíma 54 kg. „Það vissi enginn að eitthvað væri að hjá mér og það var ekki fyrr en ég fór í háskóla sem þetta varð mjög alvarlegt,“ segir Leila en hún hóf háskólanámið árið 2012. Hún kastaði upp matnum sínum, í fyrsta skipti, í háskólanum: „Ég man hvernig mér leið eftir á. Mér leið svo dásamlega því ég var ekki södd lengur,“ segir Leila. „Ég vissi ekki þá að þetta var byrjunin á alvöru vandamáli. Eftir þetta ældi ég eftir hverja máltíð og það var þá, sem búlimían hófst fyrir alvöru!“

Árið 2013 var Leila farin að kasta upp 10 sinnum á dag og var reglulegur gestur á spítölum og var látin hitta geðlækni. Leila kastaði svo oft upp að hún var farin að æla blóði. Hún var svo uppþornuð og var farin að skaða sig á hverjum degi.

Í október 2013 áttaði Leila sig á því að hún gæti ekki haldið áfram svona: „Mér gekk ágætlega að læra en ég vissi að mér gæti ekki gengið vel áfram með þessu móti. Ég hafði verið í afneitun svo lengi en þarna, loksins, sætti ég mig við þetta.“

Leila fór að sitja fyrir í fatabæklingum sem hún segir að hafi hjálpað henni með lága sjálfsmatið hennar. Hún er í reglulegum viðtölum hjá sálfræðingi og er hætt að skaða sig, vikta sig og kasta upp og segir sjálf að þetta hafi verið „geðveiki“. Hún vinnur að því hörðum höndum núna að láta loka öllum síðum á netinu sem eru til þess eins fallnar að kenna fólki með átröskun að léttast enn hraðar, en hún var sjálf mjög virk á svona síðum í veikindum sínum.

„Ég spjallaði við stelpur allt niður í 11 ára gamlar á þessum síðum. Það er hræðilegt! Þetta er sami aldur og þetta hófst allt hjá mér og þetta átti bara eftir að versna,“ segir Leila. 

„Ég vil að mín saga hjálpi öðrum, því með hjálp, þá er ljós við endann á göngunum,“ segir Leila að lokum.

 

SHARE