Börnin mín eru ekki illa upp alin og ég er ekki sóði!

Þessi grein er send á ritstjórn Hún.is.

Ég bý í blokk með 3 dætrum mínum og sambýlismanni, þær yngstu tvær eru 6 og 7 ára og mikið fjör í þeim, sú yngri að fara í greiningu vegna ADHD og ég verð að játa mig sigraða…. ekki vegna þreytu eða að vera slöpp og þreytt móðir heldur vegna þess að ég hef bara efni á að búa í blokkaríbúð og þar með nágranna sem eru augljóslega búnir að gleyma hvernig er að eiga ung börn.
Dætur mínar eru í sumarfríi og því mikið úti að leika og vinkonur að koma yfir og fara með þeim út, og það er endalaust verið að koma og kvarta í mér yfir tja nánast öllu!

Ég hef aldrei haldið partý hérna svo sem enda ekki tími til þess og þær eru alltaf komnar í svefn kl 9 á kvöldin, enda erum við komin á fætur um kl 8 á hverjum morgni.
Þær kvartanir sem ég hef fengið bara núna sl mánuð eru:
Að teppið fyrir framan hurðina sé viðbjóður, ekki eðlilegt og að ég ætti þá allavega að þrífa heima hjá mér svo að drullast berist ekki fram á gang, by the way það er allt hreint heima og skúra á hverjum degi en jú það eru einhverjar moðhysslur fyrir framan hurðina hjá okkur sem virðist vera eftir börnin mín og er ég því dæmd nánast sem hyskis móðir sem nenni ekki að þrífa!!
Það var kvartað yfir því að það heyrðist eitthvað bank í veggina kl 2 á nóttunni, þegar ég innti eftir því hvernig gæti staðið á því þar sem dæturnar sofna alltaf kl 9 og við komin uppí rúm um miðnætti… þá fékk ég útskýringuna á því að þetta hlyti að vera einhver að sparka í svefni… OK spurning um að binda börnin á kvöldin svo þau hreyfi sig ekki í svefni, en svona í fullri alvöru þá steinsofum við greinilega allar nætur og erum ekki vör við neitt, en nágranninn virðist ekki sofa, já þetta er allt voðalega furðulegt mál!
Þær skella útidyrahurðinni stundum, eða loka henni með því að toga í hana, hef reyndar reynt að taka mikið fyrir það en þegar barn er með athyglina á öllu öðru þá virðist það gleymast stundum þó ég reyni mitt besta! En þetta virðist angra líf nágrannanna mjög mikið svo mikið að þeir þola erkki við lengur!
Einu sinni hentu þær dóti niður af svölunum, ég vissi reyndar ekki af því fyrr en ég fékk fyrirlesturinn að svona viðgangist ekki og að ég hljóti að eiga bara svona illa alin upp börn… enn og aftur!

Alls ekki miskilja mig, ég skil mjög vel að íbúar þurfi að ganga vel um en þegar hlutirnir eru orðnir svona ýktir að það er öskrað á mig að þetta sé ekki eðlilegt með börn (læt mynd fylgja) þá fæ ég nóg! Það er svo miklu meira sem ég hef fengið að heyra að ég hreinlega er farin að halda að ég sé bara ómöguleg móðir sem kann ekki að ala upp börnin sín, svo hugsa ég til þess að 16 ára unglingurinn minn hvorki reykir né drekkur og þá kemur upp að ég hljóti nú að vera að gera eitthvað rétt…. eða hvað?
Ég er kanski svolítið þessi týpa sem vil ala börnin mín upp með mikilli hlýju og væntumþykju, mér þykir til dæmis mikilvægara að sýna þeim endalausa ásta og stuðning og eyða tíma algerlega með þeim í að þroska persónuleika þeirra hvers og eins á sinn hátt heldur en að rembast við að láta börnin mín falla inní þennan „ramma“ sem börn eiga að vera í… fara eftir öllum reglum, borða grænmeti, þrífa eftir sig og hafa hljótt!
Enda eru börnin mín prakkarar í eðli sínu, þetta er víst eitthvað í fjölskyldunni, við vorum jú bæjarvillingarnir í þá gömlu… og góðu þegar það þótti í lagi að vera í slitnum buxum og með ógreitt hár, enda var bara svo miklu meira spenanndi að hlaupa í móanaum á daginn og byggja kofa og lenda í allskyns ævintýrum…. en í dag er það bannað!

Þegar ég fæ kvartanir yfir moði eða banki frá nágrönnunum þá vorkenni ég þeim, því að ég hreinlega skil ekki hvernig fólk varð svo upptekið af því að hafa allt fullkomið að það virkilega nennir að eyða orku í að vera að röfla yfir svona smámunum… ætli þau telji lífið bara svona sjálfsagt að þetta skipti þau mestu máli, ég tek hvern dag sem gjöf því ég veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti, ég gæti jú dáið eða börnin mín lent í slysi, það getur alveg gerst fyrir mig eins og aðra og vil ég þá hugsa til baka með sektarkennd yfir því að hafa eytt dýrmætustu stundunum með dætrunum í að skamma þær og kenna þeim reglur eða vil ég muna eftir því sem skiptir virkilega máli í lífinu? Ástin og kærleikurinn og hlýjan sem við eigum saman, setja pappír á gólfið og leyfa þeim að gera fóta far í málningu og muna eftir hlátrasköllnum við það…
Jú það er ekkert auðvelt að vera 3ja barna móðir…. ekki vegna þess að börnin séu erfið heldur vegna þess að það er erfitt að fylgja reglum samfélagsins í einu og öllu og fá ekkert nema skammir ef að ég er ekki eins og þau! Það er samfélagið sem gerir foreldrahlutverkið oft erfitt, þú þarft að láta börnin vera prúð, stillt, í hreinum fötum ALLTAF helst með föt til skiptanna ef þau fara út á róló að leika sér, þau eiga að kunna að ganga vel um, jafnvel og fullorðnir og skilja orsök og afleiðingu á öllu sem þau gera…. og jú borða grænmeti.

Ég neita að láta kalla mig sóða, hyski og slæma móður sem kann ekki að ala upp börn vegna kröfu annara, ég vel frekar börnin mín og tek ábyrgðinni sem fylgir því að veita þeim ást og hlýju og skilja eftir kærleikstundir í bernsku þeirra, ævintýri sem kallar fram hlátur og góðar minningar í framtíð þeirra, þurfum við ekki aðeins að staldra við og hugsa um hvað myndir þú gera ef þetta væri seinasti dagurinn í þínu lífi? Hvað er það sem skiptir máli? Er það virkilega að láta smáhluti fara svona mikið í taugarnar á sér? Hvað erum við að skilja eftir okkur í lífa barna okkar, við verðum ekki hérna fyrir þau að eilífu og bernsku minningar eru það verðmætasta sem maður á í lífinu og afhverju ekki að leyfa þeim að njóta sín með gleði í stað þess að einblýna einungis á reglur og að passa í þetta form!
Svona erum við misjöfn

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here