Brad Pitt hefur forgangsröðina á hreinu eftir að hann eignaðist nýja kærustu, Neri Oxman.
Heimildarmaður Radaronline segir:
Brad er edrú núna því Neri hefði ekki viljað vera með honum ef hann væri að drekka eða nota fíkniefni. Hún er eins hrein og bein og hægt er og hugsar vel um heilsuna. Hún trúir því að þú eigir ekki að setja neitt inn í líkama þinn sem á ekki heima þar.
Heimildarmaðurinn segir að Neri sé mjög mikið á móti fíkniefnum og hafi mjög góð áhrif á Brad.
Í fyrra var Brad edrú í nokkra mánuði eftir að hann reifst við Angelina á fylleríi, en rifrildið varð til þess að þau skildu.
Ég drakk of mikið og það var orðið vandamál
sagði Brad í viðtali við GQ.