Æðisleg súpu-uppskrift sem hentar svo vel á milli jóla í nýárs. Það er svo gott að taka sér smá pásu frá öllum þunga matnum og henda í eina góða súpu. Fann þessa hjá Gulur,rauður,grænn og salt.com.

myyyynd 1

Bragðmikil mexíkósúpa með kjúklingi
Fyrir 4-6
1 msk olía
1 laukur, smátt skorinn
100 gr blaðlaukur, smátt skorin
1 rauð paprika, smátt skorin
1 stk grænt chili, smátt skorið
6 stk plómutómatar, skornir í teninga
1 grillaður kjúklingur, rifinn niður
2 tsk paprikuduft
3 msk tómatpurré
1,5 lítri kjúklingasoð
2 dl salsa sósa
100 gr rjómaostur

Meðlæti
Tómatur, skorinn í teninga
Rauðlaukur, saxaður
Sýrður rjómi
Kóríander, saxað
Nachos flögur

  1. Steikið lauk, blaðlauk, papriku, chillí og plómutómata í 3-5 mínútur við meðalhita. Bætið þá kjúklingi, paprikudufti og tómatpurré saman við. Hellið kjúklingasoðinu út í og látið sjóða í 15- 20 mín við vægan hita.
  2. Bætið salsasósu og rjómaosti saman við súpuna og látið sjóða í 3-5 mín við vægan hita.
  3. Berið súpuna fram með góðu meðlæti að eigin vali.
SHARE