Þessar brauðbollur eru einfaldar, bragðgóðar og mjúkar – bestar eru þær nýbakaðar. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Dásamlega einfalt og gott döðlubrauð

img_8642

Brauðbollur með kotasælu og gulrótum

  • 50 g ferskt pressuger eða 1 bréf þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • 4 dl fínrifnar gulrætur
  • 250 g kotasæla
  • 2 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 4 dl heilhveiti
  • 12 dl hveiti
  • 1 egg til penslunar
  • graskersfræ eða sesamfræ
Pressugerið er mulið út í vatnið í skál. Restinni af hráefnunum bætt út í, hveitinu síðast. Deigið hnoðað í vél eða höndunum þar til það er orðið slétt. Því næst er það látið hefast undir blautum klút í 30 mínútur. Ofninn stilltur á 225 gráður. Deigið hnoðað í stutta stund á hveitistráðu borði. Því er svo skipt í tvennt og rúllað í tvær lengjur. Lengjurnar eru skornar í tíu jafna bita hvor. Bitarnir eru mótaðir í bollur sem er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Brauðbollurnar penslaðar með eggi og graskersfræjum eða sesamfræjum dreift yfir. Bollurnar látnar hefast í 20 mínútur. Bakað í miðjum ofni við 225 gráður í um það bil 20 mínútur og brauðbollurnar látnar kólna á grind.
SHARE